Golden Globe verðlaunahátíðin gekk í garð í kvöld til þess að starta hátíðar season-inu en ég lét mitt auðvitað ekki eftir liggja og fylgdist með förðun, hári og tísku. Rauðar varir voru mjög áberandi, sem og léttar smokey farðanir, eyeliner, gerviaugnhár og glamúr. Mér fannst líka gaman að sjá liti á borð við fjólubláan og grænan í augnskuggum. Stjörnurnar sem prýddu rauða dregilinn voru hver annarri glæsilegri en flestar sýndu samstöðu með Time’s Up átakinu og klæddust svörtu.

Förðunin

Saoirse Ronan geislaði með mínimalíska förðun og ferskjutióna kinnalit.

Móðir drekanna, Emilia Clarke var með dökkbleikan mattan varalit og pínu cat eye augnmálningu.

Emma Watson með fallega rauðan varalit og mínimalísk augu.

Emma Stone var ein af mínum uppáhalds! Grá- og græntóna smokey með fjólutóna varalit.

Angelina Jolie minnti helst á Sophia Lauren með 60’s eyeliner og hlutlausar, bleiktóna varir. 

Mandy Moore með appelsínurauðan varalit og fallega skyggð augu. Elska þetta! 

Allison Williams ótrúlega flott með kopar/gyllta augnförðun og fallegan nude varalit. 

Issa Rae skartaði augnförðun með metal áferð, augnhárum og sanseruðum, rauðbrúnum varalit.

Alexis Bledel var með gyllta, náttútulega augnförðun og trylltan, frekar dökkan varalit.

Caitriona Balfe hélt mestri áherslu á efri hluta augnanna, fallegri húð og náttúrulegum vörum. 

Deborah Messing stal senunni með smokey “cat eye” förðun með djúpum grænum lit og hlutlausum vörum.

Myndir: Getty Images

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is