Færslan er unnin í samstarfi við YSL á Íslandi

Ég hef verið að prófa maskara og mattan varalit frá YSL.
Ég er mjög ánægð með þessa tvennu og hef verið að nota hana daglega.

Maskarinn  YSL Mascara Vinyl Couture er léttur, klessir ekki og er ekki of blautur. Augnhárin verða falleg og eðlileg með ögn meiri fyllingu. Það góða við þennan maskara er að hann fer auðveldlega af og smitar ekki út í alla húðina eins og sumir maskarar gera. Auðvelt að móta og bæta á eftir langan dag ef maður vill. Ég myndi segja að þessi maskari sé góður í hið daglega líf. Hann gerir fullt en ekki of mikið.
Maskarinn kemur í mörgum litum.

YSL Tatouage Couture Liquid Matte Lip Stain er í uppáhaldi hjá mér núna. Ég nota hann næstum daglega. Þessi varagloss ef svo má kalla er mattur og ótrúlega léttur. Þú finnur ekki fyrir því að vera með varalit á þér. Hann þornar fljótt og helst vel á allan daginn. Ég er mjög ánægð með litin sem ég fekk en hann nr 16. Sterkur tónn en nátturulegur. Eins og með maskarann fer liturinn jafn af og auðvelt er að taka hann af sér og bæta á.

Hönnuninn á burstanum er skemmtileg og auðvaldar manni verkið. Hann er mótaður þannig að þú þarft bara að renna einu sinni yfir og ert komin með fullkomna línu. Ég nota ekki varablýant með honum því það er óþarfi. Burstinn er einstakega góður.

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa