Færslan er unnin í samstarfi við Nu Skin

Ég á von á sendingu á næstu dögum sem inniheldur varalitagloss frá merkinu Nu skin. Nu skin var stofnað árið 1984 og er með markaði í næstum 50 löndum. Nu skin er leiðandi í „anti aging“ snyrtivörum og hefur unnið til margra verðlauna. Ég er mjög spennt að fá að prufa þennan gloss því ég hef heyrt mjög góða hluti um hann og langar að deila því með ykkur.

Powerlips frá Nu Color

Næra varirnar eru með E vítamíni, avocado olíu og býflugnavaxi. Er með “ kaolin leir“ sem styður undir ríkann lit sem endist lengi. Þú finnur ekki fyrir honum, hann er léttur og ekki klístraður, smitast ekki, er vatnsheldur, „kossaheldur“ og blæðir ekki út fyrir varirnar. Hægt að setja hann í nokkrum lögum til að „contoura“ varirnar.

Ég valdi mér litinn Breadwinner, ég er svo hrifin af svona náttúrlegum litum. Einnig finnst mér Maven mjög flottur og Reign mjög töff.

Mig langaði að deila þessum með ykkur vegna þess að það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt og ég hef heyrt margt gott frá þessu merki. Hlakka til að fá minn og sýna ykkur hann.

Það er systir mín sem er söluaðili fyrir þetta merki og mig langar að kynna ykkur fyrir henni með því að setja inn instagrammið hennar. Á því getið þið pantað ykkur þennan flotta gloss og fylgst með og séð hvaða vörur eru í boði.

IG: minga2.0

 Glossinn kemur í forsölu að morgni 11. des kl 10 og er til sölu á meðan birgðir endast, svo kemur hann í almenna sölu í mars 2018. Þannig að um að gera að tryggja sér einn í forsölu og vera á undan öllum að eignast geggjaðan gloss allir munu vilja eignast, held ég að minnsta kosti.

IG: beggaveigars

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.