Færslan er unnin í samstarfi við umboðsaðila Hugo Boss ilmanna á Íslandi

Ég er mikill ilmvatnsfíkill og veit fátt betra en að eiga góðan ilm sem passar mér og mér finnst gott að ganga með. Einnig elska ég að finna lyktina þegar kærastinn minn er með góðan herrailm en hann er með ótrúlega góðan smekk fyrir þeim. Á dögunum fengum við sitthvorn ilminn frá Hugo Boss að gjöf sem smellpössuðu okkur og við elskum að nota spari. Ilmirnir nefnast báðir The Scent Intense.

BOSS The Scent Intense for Him eau de parfum

Herrailmurinn er satt að segja einn sá besti sem ég hef fundið hingað til. Hann er tælandi, kryddaður með viðarkeim, engiferi, maninka ávexti og smá leðurívafi. Blandan er einstök og við Sammi erum bæði sammála um hvað hann er góður og ekki of þungur þrátt fyrir að vera kraftmikill og seiðandi.

  • Toppnótur: Engifer og kardimomma
  • Hjartanótur: Maninka ávöxtur
  • Grunnnótur: Leður

Niðurstaða: Frábær í jólapakkann fyrir herrann sem nýtur þess að klæða sig upp.

BOSS The Scent Intense for Her eau de parfum

Þessi ilmur er kominn í uppáhald hjá mér, en ég er yfir höfuð mjög pikkí á ilmvötn og get alls ekki gengið með hvað sem er. Sum ilmvötn finnst mér alltof yfirþyrmandi og ég finn stöðugt lyktina af þeim þegar þau eru á mér. The Scent er fullkominn á mér og er kvenlegur, kraftmikill, ávaxtakenndur með blómakeim en létt kryddaður í senn, en þessi blanda einkennir flesta ilmi sem passa mér vel. Ég finn aldrei fyrir honum nema rétt fyrst og finnst hann kjörinn sem spariilmur. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir sterkum ilmvötnum gætu þó fílað Eau de Toilette útgáfuna betur.

  • Toppnótur: Ferskjur
  • Osmanthus blóm
  • Vanilla og dökkt, ristað kakó

Niðurstaða: Æðislegur spariilmur fyrir þær sem elska ávaxtakennda og dálítið kryddaða blómailmi. Mikill karakter og virkilega fágaður.

Hugo Boss ilmirnir fast í öllum helstu apótekum og verslunum Hagkaupa.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is