Færslan er unnin í samstarfi við umboðsaðila Calvin Klein ilmanna á Íslandi

Um daginn fjallaði ég um tvö ilmvötn frá Hugo Boss sem slógu rækilega í gegn hjá mér og mínum manni. En oft vantar mann eitthvað meira hversdags og létt á móti, en við fengum einnig að gjöf ilmina OBSESSED (for men & for women) frá Calvin Klein. Þeir eru stigi léttari en Boss ilmirnir og með ferskari og meira „musky“ tón.

Ilmirnir draga nafn sitt af OBSESSION sem kom út árið 1993 en sjálf Kate Moss var andlit þeirra. Nú hafa myndirnar af henni 18 ára gamalli verið endurunnar fyrir OBSESSED ilmina, en þáverandi kærasti hennar tók þær.

OBSESSED FOR WOMEN

Kvenilmurinn er léttur, ferskur en í senn örlítið kryddaður með smá sítrus. Hann hentar ótrúlega vel til daglegra nota en maður finnur enga lykt af honum þegar hann er á manni. Ljúf musk lyktin er alls ekki of þung og situr hvað mest eftir, en einnig er örlítill lavander keimur sem kemur manni að óvart.

  • Toppnótur: Appelsínutré, sítrusávextir og elemi jurt
  • Hjartanótur: Lavander, fjólulauf og salvía
  • Grunnnótur: Ambrette planta og musk

Niðurstaða: Léttur og ferskur hversdagsilmur sem hentar vel sporttýpunum eða yngri kynslóðinni. Einnig er hægt að mýkjandi og vel ilmandi body lotion í stíl.

OBSESSED FOR MEN

Karlmannsilmurinn er ríkur af svartri vanillu en einnig af greipaldin og hvítu lavander sem tónar sérstaklega vel við kvenilminn. Þessi er einnig léttur, hversdagslegur og sportlegur en alls ekki of súr eða þungur.

  • Toppnótur: Greipaldin, sichuan pipar, kartimomma og sítróna
  • Hjartanótur: Cedarviður, labdanum og leður
  • Grunnnótur: Svört vanilla, patchouli jurt og ambroxan kristallar

Niðurstaða: Góður ilmur fyrir yngri karlmenn og þá sem vilja ekki mikla fyrirhöfn en elska að ilma vel.

Calvin Klein ilmirnir fást í völdum apótekum og verslunum Hagkaups. 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is

Deila
Fyrri greinJÓLAMYNDIR
Næsta greinJÓLAINNPÖKKUN