Færslan er ekki kostuð – stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf til prófunar

Þá er komið að því að nefna uppáhalds snyrtivörurnar mínar árið 2017. Þetta var ótrúlega gott ár, sérstaklega þegar það kemur að húðvörum og því ætla ég að byrja á þeim. Ég ákvað að taka saman nokkra liði þar sem að í sumum flokkum var einfaldlega of mjótt á munum til þess að ég gæti valið bara eina vöru. Í hverjum lið fjalla ég einungis mjög stuttlega um hverja vöru, en þið getið lesið um þær nánast allar hér á síðunni með því að fara í leitina. Einnig er að finna hlekki á síður hjá merkjunum.

Hreinsar

Farðahreinsarnir: Michellar vatnið frá Emryolisse nær öllum farða af andlitinu á mildan hátt, sama hvar hann er eða hvort um er að ræða erfiðan maskara eða varalit. Hreinsiolían frá La Mer* er svo lúxusvara sem allir ættu að kynna sér, en það bræðir farða af andlitinu og veitir silkimjúka tilfinningu. Yfirborðshreinsirinn Glacial Face Wash frá Skyn Iceland hreinsar óhreinindi og farðaleifar af húðinni á áhrifaríkan hátt. Víðsfræga Calendula andlitsvatnið frá Kiehl’s skilar húðinni svo endanlega hreinni, mjúkri og lokaðri. Djúphreinsarnir: Nordic Skin Peel frá Skyn Iceland sem hreinsar burt dauðar húðfrumur með hjálp ávaxtasýra sem hjálpa einnig til við ör, línur, þurrk og bólur. Exfoliate Clarté* frá Lancôme fjarlægir dauðar húðfrumur, óhreinindi og skilar húðinni mjúkri og extra hreinni.

Krem & Serum

Krem: Ég gat ekki valið bara EITT andlitskrem en þessi hafa verið í miklu uppáhaldi á árinu. Þá er ég ekki að telja með næturkrem (ég nota ekki alltaf týpísk næturkrem, frekar „treatment“ eða maska sem ég sef með). The Antidote Cooling Daily Lotion frá Skyn Iceland fer undir öll önnur krem hjá mér á morgnana. Það er það létt að ég get ekki notað það eitt og sér, en kælingin, þrotaminnkunin og allt sem fylgir því er mér ómissandi. Global Anti-Aging Wake Up Balm úr Revitalizing Supreme+ línunni frá Estée Lauder* gefur fallegan ljóma, mikinn raka og virkni, en ég er nánast búin með flöskuna mína. Vitamin Enriched Face Base* frá Bobbi Brown er eitthvað sem ég hef elskað í mörg ár, en það veitir húðinni vítamínbombu ásamt því að vernda og gefa mikinn raka. Serum: Midnight Recovery Concentrae frá Kiehl’s kom mér virkilega að óvart í haust, en það minnkar línur og endurnýjar húðina við svefn. Arctic Elixir serumið frá Skyn Iceland er eitthvað sem ég á nánast alltaf uppi í skáp, en það endurnýjar, dregur mikið úr línum og eykur teygjanleika. Andlitsolían frá La Mer* er vara sem ég kvíði strax fyrir að klárist, en hún mýkir, dregur úr línum og verndar húðina ásamt því að gefa raka.

Augnkrem

Tvö augnkrem hafa staðið upp úr hjá mér á árinu. Annars vegar er það Brightening Eye Serum frá Skyn Iceland sem dregur á ótrúlegan hátt úr þrota og baugum ásamt því að hafa áhrif á línur. Það er einnig kælandi og mjög drjúgt. Global Anti-Aging Power Eye Balm* úr Revitalizing Supreme+ línunni frá Estée Lauder inniheldur einhverja þá mestu virkni sem ég hef kynnst í augnkremi. Ég sá mikinn mun á línum og baugum, en það fer einnig rosalega fallega undir hyljara.

Varasalvar

Ég hafði heyrt mikið um Réve De Miel varasalvann frá franska merkinu Nuxe og ákvað því að fjárfesta í honum í haust. Þetta er án efa besti varasalvi sem ég hef kynnst! Hann er mattur, nærandi, mýkjandi, endist rosalega vel og maður verður ekki háður honum. Fast á eftir honum fylgir 8 Hour Lip Protectant frá Elizabeth Arden sem mér skilst að vísu að gæti verið að hætta, en hinir eru líka góðir frá merkinu. Hann er þessi klassíski, þykki, glansandi varasalvi sem nærir og verndar.

Maskar & meðferðir

Þarna hefði ég getað valið að minnsta kosti 10 vörur og blaðrað endalaust en ég ákvað að velja eingöngu þær sem ég nota lang oftast, að öllum öðrum ólöstuðum. Maskar: Aquasource Everplump Night* næturmaskinn frá Biotherm er kolsvartur þörungamaski sem fyllir upp í línur, veitir rakaboost og dregur úr þrota. Out of Trouble maskinn frá Origins er að mér finnst dálítið hlunnfarinn þar sem að hinir maskarnir eru umtalaðir, en það má alls ekki vanmeta hann. Þessi er einn af mínum uppáhalds frá merkinu og ég nota hann þegar húðin er í mikilli þörf fyrir smá „pick me up.“ Hann nær einhvernveginn að draga úr bólum, olíumyndun og koma jafnvægi á húðina – strax. Meðferðir: Ekki BEINT maskar en þó eitthvað sem ég nota sem meðferð um einu sinni til tvisvar í viku. Dreamduo* næturmeðferðin frá Glamglow ilmar dásamlega og veitir manni nýja húð yfir eina nótt, ásamt því að gefa raka og „plump-a“ hana upp. Good Genes frá Sunday Riley keypti ég erlendis eftir að hafa fengið óvænta prufu úr Sephora síðasta vetur. Ég féll fyrir þessari vöru við fyrstu notkun! Kremið inniheldur blöndu af mjólkursýrum sem sjá um að endurnýja húðina á ógnarhraða yfir nótt, en mér líður yfirleitt eins og ég sé tveimur árum yngri eftir notkun.

Fylgist með hér á síðunni, en næsta færsla verður tileinkuð líkams- og brúnkuvörum!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is