Ég hef lengi leitað af snyrtivöru/merki sem hentar mér og minni húð vel. Núna er ég búin að vera að nota línuna Fit Me frá Maybelline og er gjörsamlega kolfallin. Einnig á ég minn uppáhalds maskara sem kemur frá Maybelline.

Þetta er svona mitt daglega make up. Ég nota alltaf gott rakakrem og svo hef ég verið að nota þessar vörur. Meikið er dásamlega létt og falleg áferð og lífgar upp á húðina. Svo nota ég hyljarann á undir augnsvæði, hylur vel og ekki of þykkur. Ég á tvær gerðir af púðrinu, þetta á myndinni heitir Soft to smooth, létt og smá glans áferð af því og svo á ég líka annað púður sem hefur áferð. Einnig blanda ég þeim stundum saman.

Maskarinn heitir Big Shot og stendur vel undir nafni. Augnhárin verða þykk og fallega og greiðan greiðir vel í gegnum hárin.

Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Maybelline og mikið er ég ánægð með Fit Me línuna og mæli einstaklega með henni.

  1. Þessi færsla er ekki kostuð.  Mig langaði að deila ánægju minni af þessum frábæri snyrtivörum.

Berglind Veigarsdóttir

Berglind Veigarsdóttir og er 32 ára, gift og á 2 yndislegar dætur. Hún er sjúkraliði og vinnur á Bráðamóttöku Landspítalans og er einnig dresser í þjóðleikhúsinu en ákvað nýverið að breyta til og gerast flugfreyja hjá Icelandair. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, heimilum, ferðalögum, snyrtivörum, menningu og fleiru. Hún mun skrifa um allt sem vekur áhuga hennar hverja stundina en þá helst tísku, ferðalög og heimilið.