Mjög langt síðan ég hef skrifað hvað hefur verið í uppáhaldi hjá mér. Þar sem sumarið er liðið að þá ætla ég að nefna þær vörur sem ég notaði extra mikið og mæli með.

 En eins og ég hef áður komið að þá er þessi liður orðinn einn af mínum uppáhalds – setjast niður og hlusta á tónlist og velja hvaða vörur eða hluti ég vil fjalla um. Eins og ég hef áður nefnt að þá er í þessum flokki hitt og þetta sem vekur áhuga minn – sem gerir þetta ennþá skemmtilegra.

Í sumar ofnotaði ég 7 vörur og ætla að mæla með.

Allar vörur í færslunni voru keyptar af greinahöfundi

1. Hourglass Lighting Palette HÉR 2. Brazilian Bum Bum Cream HÉR 3. Becca Champagne Pop HÉR 4. Modern Renaissance augnskugga palletta HÉR  5. NARS Orgasm kinnalitur HÉR 6. Too Faced Better Than Sex maskari HÉR 7. Sensai Bronzing Gel

Hourglass Lighting Palletta – Þegar ég fór út í sumar að þá var ég staðráðin að kaupa þessa pallettu. Því ég hafði heyrt svo góða hluti um hana ásamt því að hafa lesið mörg reviews um hana. Er svo ánægð að hafa fengið hana! Því hún er mjög oft uppseld í Sephora – núna skil ég af hverju. Því hún er orðin ein af uppáhalds núna.

Ég elska hvernig húðin verður öll „glowie“ og slétt þegar ég nota hana. En þetta er púður palletta með þremur litatónum sem eiga að lýsa upp húðina og gefa henni fallega áferð. Dim light nota ég undir augun, á nefið og þau svæði sem ég vil hafa matta áferð. Incandescent Light nota ég á þau svæði sem ég vil lýsa og hafa glowie áferð. Hann virkar mjög vel sem highlighter. Radient Light nota ég á þau svæði sem ég vil aðeins skyggja, t.d undir kinnbeinin með þessum lit kemur mjög fallegur bronzing litur. Mæli með að þið lesið um pallettuna inn á Sephora HÉR 

Brazilian Bum Bum Cream – Þegar ég var í Sephora að þá rakst ég á þetta krem fyrir tilviljun. Hafði ekki lesið neitt um það en mér fannst það lykta svo vel og vantaði gott body lotion svo ég sló til og keypti mér. Kremið er unnið úr jurt sem konur í Brasilíu notuðu til að slétta húðina sína í gamla daga. Kremið á að henta öllum húðgerðum og er góð lausn fyrir  fyrir þurr húðsvæði, húð sem er orðin ójöfn og þreytuleg. Ég notaði þetta krem mikið í sumar og mér fannst húðin verða stinnari og fallegri við notkun. Mjög gott á rassinn og á lærin. Lyktin af vörunni er himnesk (er ástfangin af henni).

Becca Champagne Pop – Í sumar tók ég fram Champagne Pop highligterinn minn sem ég hafði ekki notað í smá tíma. Var alveg búin að gleyma hvað hann er góður, en ég gerði umfjöllun um hann HÉR þegar ég eignaðist hann.  Ég hef notað þennan highlighter reglulega og sést varla á honum það þarf svo lítið af vörunni í hvert skipti, sem er mjög hentugt. Svo var ég að heyra að hann er loksins fáanlegur á Íslandi svo það er æðislegt! Ekki langt að fara til að kaupa sér nýjan þegar þessi klárast.

Modern Renaissance augnskugga palletta – Ég keypti mér þessa fallegu augnskugga pallettu frá Anastasia Beverly Hills í vor. Ég sé svo ekki eftir því enda hef ég notað hana mikið í sumar. Æðisleg augnskugga palletta þar sem hver og einn augnskuggi er mjög pigmentaður og blandast mjög vel. Mér finnst litirnir svo fallegir því ég elska gyllta liti. Þessi palletta er komin í uppáhalds og er ekkert að fara þaðan. Ef þið eruð að leita ykkur að góðum augnskuggum sem auðvelt er að blanda að þá mæli ég mikið með þessari. Auðvelt er að finna kennslumyndbönd af því hvernig aðrir nota hana og hvernig look er hægt að fá með henni. Því það er endalaust hægt að leika sér með hana.

NARS Orgasm kinnalitur – ég var alveg búin að gleyma að ég ætti þennan fallega kinnalit. Í tiltekt í vor fann ég hann og var svo ánægð að ég notaði hann mjög mikið í sumar. Mæli svo mikið með honum. Svona sígildur bleikur kinnalitur með shimmer áferð.

Better than Sex maskari – ég keypti mér þennan maskara frá Too Faced í sumar og hef ekki notað annan maskara síðan. Sem betur keypti ég tvö stykki svo ég er í góðum málum. Það sem ég elska við þennan maskara er að burstinn er með hárum en ekki gúmmíhárum. Mér finnst ég ná sem mestu frá augnhárum mínum með þannig bursta og helst frekar stórum. Svo þessi maskari hentar mér fullkomlega. Svo er hann svo fallega bleikur og elska að taka hann upp og nota hann.

Sensai Bronzing Gel – ég verð auðvitað að koma með vöruna sem ég notaði hvað mest í sumar og það er bronzing gelið frá Sensai. Ég vil helst nota engan farða á sumrin og leyfa frekar húðinni að vera sem náttúrulegust og hef ég notað þetta gel í mörg ár. Það frískar andlitið upp og gefur því fallegt tan. Mjög nauðsynlegt á sumrin.

Þangað til næst!

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.