Færslan er unnin í samstarfi við Estée Lauder á Íslandi og vörurnar voru gjöf

Ég hef prófað ansi mörg augnkrem í gegnum tíðina, enda er þetta það einn af mikilvægustu hlutum húðrútínunnar. Augnkrem ætti ekki að byrja að nota einungis þegar „skaðinn er skeður“ og maður er byrjaður að eldast heldur sem fyrirbyggjandi ráð við þrota, baugum og línum. Það sama má segja um góð serum, krem og almennt góða húðumhirðu.

Aukning á línum

Ég hef tekið mikið eftir auknum línum í kringum augun á mér síðastliðin tvö ár mér til mikilla ama og ég sé ótrúlega mikið eftir því að hafa byrjað að reykja sem unglingur (sem ég er auðvitað hætt að gera í dag!). Aftur á móti er ég einstaklega þakklát fyrir að fá að eldast og legg mikið upp úr því að farða mig með því að leggja áherslu á það sem er fallegast í mínu fari, óháð því hvort að línunum fari fjölgandi. Ég vona bara að ég verði jafn heppin og mamma sem lítur ótrúlega vel út á þeim aldri sem hún er í dag!

Augnkremið

En það sem ég reyni alltaf að gera er að hugsa vel um húðina. Nýlega fékk ég að prófa tvær vörur frá einu af uppáhaldsmerkjunum mínum; Estée Lauder. Ef þið hafið ekki þegar fattað það, þá var önnur þessara vara augnkrem. Það kemur úr Revitalizing Supreme+ línunni sem er þekkt fyrir einstaka virkni. Augnkremið heitir Global Anti-Aging Cell Power Eye Balm en það veitir raka, stinnir húðina og mýkir upp ásýnd fínna lína með einstakri RevitaKey™ tækni. Það skilur augnsvæðið mitt eftir ljómandi en ég finn líka mun á þrota og baugum þó að mesti munurinn sem ég finn sé á ásýnd lína. Það er nægilega rakagefandi fyrir veturinn sem ég elska og ég er ekki að grínast þegar ég segi að eftir um það bil fjögurra vikna notkun sé ég mikinn sjáanlegan mun á línum á augnsvæðinu! Kremið er einnig frábært undir hyljara sem er mikill kostur.

Maskinn/andlitsskrúbburinn

Global Anti-Aging Instant Refinishing Facial hefur nokkra góða kosti að mínu mati og þar má helst nefna að þetta er tiltölulega auðveld og fyrirhafnalaus leið til þess að nota andlitsskrúbb. Kornin eru fíngerð og taka í burtu allar dauðar húðfrumur svo að húðin verður strax mýkri og heilbrigðari ásýndar. Mér finnst ótrúlega gott að nota skrúbbinn í sturtu um tvisvar til þrisvar í viku til þess að ná uppsöfnuðum óhreinindum, húðfrumum og brúnkukremi úr húðinni, en hann á að nota á blauta húð.

Ég mæli ótrúlega mikið með þessum vörum og sérstaklega með augnkreminu, en dagana 5. – 11. október eru kynningardagar hjá Estée Lauder í verslunum Hagkaups, þar sem að það er 20% afsláttur af öllum Estée Lauder vörum og glæsilegur kaupauki fylgir ef tvær eða fleiri vörur frá merkinu eru keyptar! 

Frekari upplýsingar getið þið fengið á Facebook síðu Estée Lauder á Íslandi! 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is