Færslan er unnin í samstarfi við BECCA Cosmetics á Íslandi og vörurnar voru gjöf

Þið hafið að öllum líkindum séð það hér eða hjá kollegum mínum í bloggheiminum að snyrtivörumerkið BECCA er loksins komið til Íslands! Ég er búin að vera mjög lengi spennt yfir þessu, enda er þetta „cult“ merki og ótrúlega vinsælt, en ég hafði sjálf átt nokkrar vörur frá þeim (sem ég nota óspart!).

Kvöldstund með BECCA

Mér og öðrum áhrifavöldum var á dögunum boðið á Hótel Marina á vegum BECCA þar sem að við fengum frábæra kynningu, fengum að kynnast öllum vörunum og fá masterclass frá einni af færustu sminkum landsins; Hörpu Káradóttur. Ég er forfallinn förðunarfíkill eins og þið mögulega vitið og fannst ótrúlega gaman að sjá hvernig hún notaði vörurnar til þess að skapa fullkomið lúkk sem ég mun klárlega fá innblástur úr einn daginn í minni vinnu. Við enduðum svo kvöldið á að snæða dýrindismat, en ég mun klárlega kíkja aftur þangað fljótlega!

Förðun eftir Hörpu Káradóttur með vörum frá BECCA Cosmetic. Fyrirsætan er Andrea Röfn 
Ég og gullfallega Thelma Guðmundsen

Vörurnar

Við fórum heim með glæsilegan gjafapoka en í honum leyndust fjórir æðislegir hlutir sem ég hlakka mikið til að nota meira. Backlight Priming Filter er eitthvað sem ég mun nota óspart, en það er primer sem felur ójöfnur í húðinni og gefur dásamlegan ljóma. The One Perfecting Brush er silkimjúkur bursti sem hægt er að nota með öllum formúlum og í öll verkefni, svo að ég er virkilega spennt að hafa hann í kittinu mínu! Shimmering Skin Perfector Pressed Highlighter í litnum Champagne Pop er sennilega eitthvað sem þið kannist öll við, enda einn vinsælasti highlighter í heimi og gefur fullkominn ljóma! Under Eye Brightening Corrector er eitthvað sem ég mun koma til með að nota mikið en hann birtir til svæðið undir augunum og felur allan bláma!

Vörurnar eru nú fáanlegar í verslun Lyf&Heilsu Kringlunni, en ég mæli með því að þið kíkið þangað á þessa fegurð. Takk fyrir mig BECCA!

Þið finnið mig á Instagram undir gunny_birna

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is