Færslan inniheldur auglýsingalinka 

Þið hafið vonandi heyrt um Beautybox, en það er vefsíða sem byrjaði núna í sumar. Þau sérhæfa sig í að selja fjölbreyttar snyrtivörur frá ýmsum merkjum ásamt því að gera sérstök gjafabox nokkrum sinnum á ári.

BEAUTYBOXIÐ MITT

Ég var svo heppin að fá kynningarbox sent frá Beautybox fyrir nokkru síðan. Ég varð ótrúlega heilluð af innihaldinu og langar að segja ykkur nánar frá því!

IKOO HÁRBURSTI

Hárburstinn sem ég fékk úr ikoo metallic collection sló heldur betur í gegn hjá mér. Burstinn er gerður úr hágæða efnum og er hannaður til að skapa vellíðan eftir kínverskum fræðum. Ég vissi satt að segja ekki hvert ég ætlaði þegar ég byrjaði að bursta mig þar sem að hann veitir einstakt nudd í hársvörðinn og leysir allar flækjur. Ég myndi ganga svo langt að kalla þetta nuddtæki frekar en hárbursta! Allir ikoo burstarnir fást HÉR

VERANDI KAFFISKRÚBBUR

Kaffiskrúbbar hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum og ekki af ástæðulausu þar sem að þeir eru alveg frábærir. Mér finnst betra að nota kaffiskrúbb að morgni til í sturtu þar sem að lyktin vekur mann og maður fær hana liggur við beint í æð. Húðin verður silkimjúk og tilbúin fyrir bodylotion, brúnkukrem eða bara amstur dagsins. Þessi skrúbbur frá Verandi er búinn til úr endurunnu kaffi, íslensku salti, sjáfarþangi ásamt hreinum grapealdin og sítrónu ilmkjarnaolíum. Ég mæli þó með að fylgjast vel með niðurfallinu þar sem að kaffiskrúbbar eiga það til að stífla. Fæst HÉR

SELF TAN EXPRESS FACE SHEET MASK

Þessi maski frá St. Tropez finnst mér algjör snilld þegar maður nennir ekki endilega að eyða tíma í að brúnka sig og vill einnig smá dekur. Maskinn er í raun gríma sem maður setur yfir húðina og lætur bíða á í um tíu mínútur, en hann nærir líka og veitir raka. Ég bjóst í raun dálítið við ójöfnum lit en ég sá enga flekki sem kom mér skemmtilega að óvart. Ég mæli eindregið með þessum á næsta maskakvöldi í skammdeginu. Fæst HÉR

SOLID PRO BURSTA – OG SVAMPAHREINSIR

Þennan hef ég notað svo að árum skiptir og hoppaði hæð mína þegar ég fékk pro stærðina senda með boxinu. Það eru ekki til orð sem lýsa því hvað ég elska þennan burstahreinsi mikið! Hann nær ÖLLU af, hvort sem um ræðir augnskugga, meik, varaliti eða aðrar kremvörur. Burstarnir verða skínandi hreinir við notkun og það fylgir líka lítil motta með til að nudda þeim upp úr. Mæli endalaust mikið með! Fæst HÉR

Þið getið kynnt ykkur vefsíðu Beautybox HÉR og Facebook síðu þeirra HÉR.

Þið finnið mig á Instagram undir @gunny_birna

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is