Færslan er ekki kostuð 

Eftir þetta dásemdarsumar þá er veturinn að mæta í öllu sínu veldi og maður finnur að það verður sífellt dimmara og kaldara, enda kominn október.

Í sumar fékk maður auðvitað smá sól og örlítinn lit (sumir meira en aðrir) en nú er raunin sú að ég lít út eins og blað sökum fölleika eftir að hafa verið sólarlaus í nokkrar vikur, enda föl að eðlisfari.

Góð ráð

Fyrir fallega húð í vetur mæli ég auðvitað með nægum raka eins og ég talaði um HÉR. Svo mæli ég með að vera dugleg að hreinsa burt dauðar húðfrumur og nota maska svo að allur raki og virkar vörur eigi greiðari leið inn í húðina til þess að næra hana og vernda. Þá líta líka allar brúnkuvörur betur út á húðinni og nánast engar líkur á flekkjum eftir brúnkukrem.

Fjórar nauðsynlegar

Þessar vörur á myndinni eru svo sannarlega bjargvættur í skammdeginu og ég ætla að segja ykkur betur frá hverri og einni.

Pink Himalayan Salt Scrub frá Eco by Sonya er æðislegur líkamsskrúbbur sem hreinsar í burtu allar dauðar húðfrumur og gerir húðina silkimjúka. Einnig finnst mér hann æðislegur til þess að losna við brúnkukremsleifar af húðinni. Ég nota þennan um einu sinni í viku í sturtu og þá degi áður en ég ber á mig brúnkukrem, en mér finnst lang best að nota hann á þurra húð áður en ég fer undir vatnið. Fæst HÉR og HÉR

Brúnkuspreyið frá MARC INBANE hefur að ég held bjargað geðheilsunni minni undanfarna mánuði! Ég spreyja því annað hvort í stóran kabuki bursta frá merkinu og ber á andlit og bringu, eða þá að ég tek allan líkamann fyrir. Þá fer ég oftast inn í sturtuklefa, spreyja á hvern líkamshluta fyrir sig og dreyfi úr á milli með hanska. Þið getið lesið nánar um þessa snilld HÉR. Fæst HÉR

PRTTY PEAUSHUN (Pretty Potion) er svo fallegt að það nær engri átt. Þetta eru silkimjúk body-lotion sem innihalda meðal annars avocado olíu og næra húðina einstaklega vel. Það besta við þau er að þau innihalda smá lit og ótrúlegan ljóma sem er ótrúlega fallegt á húðinni. Hægt er að fá þau í mörgum litatónum og einnig er einn litur sem inniheldur engan lit. Fæst HÉR 

Face Tan Water frá Eco By Sonya er án efa ein mesta snilld sem ég hef kynnst. Þetta ofur-einfalda andlitsvatn veitir bæði einstaka eiginleika með hyaluronic sýru sem veitir raka og jafnar húðina, en það veitir einnig fallegan lit! Ég nota það í bómul og strýk yfir andlit og háls á kvöldin eftir hreinsun og daginn eftir vakna ég með fallegan lit. Hægt er að byggja litinn upp með skiptum en mér finnst frábært að nota vatnið um tvisvar til fjórum sinnum í viku. Fæst HÉR og HÉR 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is