Það er komið Tax Free og við höfum öll ástæðu til þess að eyða smá pening með aðeins betri samvisku en vanalega. Verandi atvinnusjoppari eins og ég kalla mig þá ákvað ég að taka til nokkrar af þeim vörum sem standa mest upp hjá mér yfir það sem ég mæli með að festa kaup á þessa dagana.

*Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf

1. Estée Lauder Revitalizing Supreme+ Instant Refinishing Facial* 2. Estée Lauder Revitalizing Supreme+ Global Anti Aging Power Eye Balm* 3. Viktor Rolf Flowerbomb 4. Urban Decay Naked Heat Palette* 5. Origins Out Of Trouble 10 Minute Rescue Mask 6. Smashbox Primer Water 7. Bobbi Brown Highlighting Powder í Tawny Glow* 8. Lancome Bi Facil augnfarðahreinsir* 9. Lancome Monsieur Big maskari 10. Glamglow Dream Duo næturmaski*

Þessi tvenna í fyrstu sætunum frá Estée Lauder er eitthvað sem mér áskotnaðist fyrir stuttu síðan, en ég er mjög hrifin af báðum vörunum. Þær eru úr Revitalizing Supreme+ línunni sem er þekkt fyrir mikla og einstaka virkni sem er sérhönnuð fyrir evrópskar konur. Þessi lúxus skrúbbur er eitthvað sem ég féll fyrir, en með örfínum kornum fjarlægir hann dauðar húðfrumur og stíflur úr húðinni og gerir hana silkimjúka. Augnkremið er svo ótrúlega virkt og rakamikið, en núna að hausti til er mig strax farið að vanta meiri raka og sérstaklega á augnsvæðið þar sem að ég verð extra þurr. Kremið bætir teygjanleika húðarinnar, gefur mikinn raka og vinnur á móti bæði línum og baugum.

Uppáhaldsilmvatnið mitt fékk að vera með á listanum, en Flowerbomb hef ég keypt mér aftur og aftur yfir árin. Ef þið hafið ekki prófað að lykta af Viktor Rolf ilmunum, þá mæli ég með því að þið prófið það núna!

Urban Decay Naked Heat Palette er orðin ein af mínum uppáhalds augnskuggapallettum. Ekki bara eru litirnir þéttir, pigmentaðir og haldast vel á heldur er ótrúlega auðvelt að vinna með þá og gott að blanda þá á augunum. Þessi er algjör „winner.“

Out Of Trouble masking frá Origins hefur kannski ekki fengið mestu athyglina af öllum möskunum þeirra en er þó minn allra uppáhalds. Ég keypti hann fyrst á leið frá Þýskalandi vorið 2016 áður en vörurnar komu til Íslands og hann hefur fylgt mér síðan. Ef ég er með bólur vegna lélegs mataræðis, hormóna eða veikinda er þetta maskinn sem reddar málunum – hratt.

Primer vatnið frá Smashbox hef ég ekki eignast enn, en það er klárlega á óskalistanum og hefur fengið mjög góða dóma frá öllum sem ég veit um. Hægt er að nota það bæði undir og yfir farða.

Þessi gullfallegi highlighter frá BOBBI BROWN varð minn á dögunum en hann er eins guðdómlegur og hægt er. Silkimjúkur, lúxusumbúðir og fer fallega á húðina. Svo er liturinn auðvitað æðislegur en ég fékk hann í „Tawny Glow.“ Ég mæli mikið með að þið kíkið á þessa.

Lancôme Bi Facil augnfarðahreinsinn hef ég þekkt svo árum skiptir en hann hefur yfirleitt verið í ferðatöskunni minni þar sem að ég fæ hann oftast í lúxusstærð þegar ég kaupi maskarana frá merkinu í pökkum. Hvað get ég sagt? Augnfarðahreinsir sem tekur gjörsamlega allt af augunum og ertir ekki.

Monsieur BIG masserais frá Lancôme er eitthvað sem ég fékk upphaflega að gjöf en endaði svo á að kaupa mér aftur, sem segir allt sem segja þarf. Maskarinn lengir, þykkir mikið, brettir og gerir mikið úr augnhárunum.

Dreamduo næturmaskinn frá Glamglow er einn af mínum uppáhalds „go to“ möskum. Ég nota hann yfirleitt um einu sinni í viku, en maskinn samanstendur af virku serumi og rakagefandi kremi sem sér um að veita húðinni einstakan raka og næringu yfir nóttina. Húðin verður bókstaflega eins og ný morguninn eftir!

Happy shopping!

Fylgið mér endilega á Instagram undir @gunny_birna eða @gunny_makeup!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is