Færslan er ekki kostuð á neinn hátt

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst alltaf eitthvað heillandi við snyrtivörur sem fást í frönskum apótekum. Hvort sem það eru innihaldsefnin, ilmirnir eða sú staðreynd að þær hafa oft einstaka virkni og ákveðinn sjarma yfir sér veit ég ekki. Kannski er það bara blanda af öllu. Einnig eru þær oftast á mjög góðu verði.

Mig langaði endilega að mæla með mínum uppáhalds snyrtivörum sem fást í frönskum apótekum.

Nokkrar af vörunum fékk ég hér heima þar sem að það merki (Embryolisse) er selt í Nola, nokkrar fékk ég í Montréal og svo er ein af betri vinkonum mínum frönsk, en hún fór einmitt til Frakklands á dögunum og pikkaði upp nokkra hluti fyrir mig. Svo er auðvitað hægt að fá allt á netinu en fyrir neðan getið þið verslað margar af vörunum og séð verðin.

1. Embryolisse Hydra Masque 2. Avéne Thermal Spring Water & Avéne Cold Cream Lip Cream 3. Embryolisse Lait Créme Concentré 4. Nuxe Huile Prodigieuse Multi-Purpose Dry Oil Spray 5. Klorane Dry Shampoo With Oat Milk 6. La Roche Posay Hydraphase Intense Riche Moisturizer 7. Caudalíe Beauty Elixir 8. Embryolisse Michellar Lotion 9. Klorane Leave-in Spray With Flax Fiber

Rakamaskinn frá Embryolisse er algjört must-have hjá mér, sérstaklega á veturnar. Þetta er einn af mínum uppáhalds rakamöskum! Lyktin er fersk og þetta er svokallaður „letingi“ svo að maður getur sett hann á andlitið fyrir svefn og sofið með hann. Hann endurbyggir rakavarnir húðarinnar svo að hún verður fyllt, rakamikil og ljómandi. Fæst hjá Nola

Avéne vörunum er ég nýbúin að kynnast en mér finnst þær stórkostlegar. Þetta rakasprey læknar nánast öll húðvandamál, hvort sem það eru rakvélaútbrot, bólumeðferðir, sólbruni eða einfaldlega bara að vilja eitthvað frískandi í andlitið. Varasalvinn er svo eitthvað sem er að vísu bara á óskalistanum, en hann á að lækna allan varaþurrk samkvæmt vinkonu minni! Fást HÉR og HÉR

Bláa kremið (Lait Créme Concentré) frá Embryolisse þekkja eflaust margir en þetta er algjör „cult“ vara á meðal förðunarfræðinga og kvenna um allan heim fyrir að vera rakagefandi og geta virkað sem bæði primer og rakamaski. Embryolisse var þróað af frönskum húðlækni fyrir um 70 árum síðan sem vann mikið með brunasjúklinga, en kremin gera kraftaverk á húðinni. Hægt er að fá önnur krem í línunni sem henta til dæmis viðkvæmri og þroskaðri húð. Fæst hjá Nola

Olían sem allir eru að tala um

Nuxe olían er svo eitthvað sem mig hafði langað lengi í áður en ég bað Ellu vinkonu að kaupa hana fyrir mig í Frakklandi. Olían er rakagefandi, nærandi og hægt að nota á húð, hár og líkama. Hún kemur í spreyformi og lyktar eins og besta ilmvatn. Skyldueign! Fæst HÉR og í Leifsstöð

Þetta þurrsjampó frá Klorane hefur bjargað lífi mínu (og hári) oftar en einu sinni á dögum sem ég kemst ekki í að þvo það! Dregur í sig alla olíu, ilmar stórkostlega og heldur hárinu hreinu. Fæst HÉR

Mig hafði lengi langað í þetta rakakrem frá La Roche Posay, sem er eitt af mínum uppáhalds „ódýru“ merkjum. Kremið inniheldur hyaluronic sýru sem bindur raka í húðinni og nærir hana, en það er eitthvað sem ég þarf á að halda í vetur. Fæst HÉR

Andlitsspreyið frá Caudalíe er kannski dýrara en margar vörurnar á listanum, en það er líka algjör lúxusvara í glæsilegum pakkningum. Sprey fyrir þær sem vilja gera vel við sig, en það veitir bæði raka ásamt því að draga saman húðholur og gera húðina fallegri. Fæst HÉR

Embryolisse enn og aftur! En michellar vatnið frá þeim er það besta sem ég hef prófað, þó svo að ég hafi einnig prófað Bioderma hér fyrir neðan sem er mjög gott. Málið er bara að Embryolisse vatnið ertir ekkert en tekur gjörsamlega allt af andliti og augum sem er æðislegt. Fæst hjá Nola

Þetta hársprey frá Klorane er á óskalistanum, en ég elska allt sem heitir „leave-in“ næringar. Þetta á að mýkja upp hárið og þegar ég fann lyktina af því var hún guðdómleg. Þetta verður keypt fljótlega! Fæst HÉR

Shop post

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is