Færslan er unnin í samstarfi við HH Simonsen og Label.m á Íslandi 

Eða ég kunni það alveg þannig séð. Ég bara nennti því ekki og mér fannst liðirnir alltaf koma út of litlir/lambslegir og ójafnir þegar ég renndi í gegnum hárið með gamla keilujárninu mínu. Ég er alveg viss um að margir lesendur hafa sömu sögu að segia.

Að krulla hárið með sléttujárni er svo eitthvað sem ég gafst upp á eitthvert kvöldið eftir klukkutíma viðreynslu og andlega uppgjöf, enda nánast endalaust verk fyrir jafn þykkt hár og mitt. Svo að ég var farin að sætta mig við að vera bara ekki með liðað hár nema að ég léti Kötu gera á mér hárið fyrir viðburði og eftir klippingu.

Game changer

En nýlega fékk ég að gjöf frá umboðsaðilum HH Simonsen á Íslandi alveg hreint gullfallegt keilujárn, sem er þykkt, jafnt og veitir mjúka liði. Það ber nafnið ROD VS4 og ég var mjög spennt að prófa og athuga hvort ég fyndi mun frá því gamla. Og það gerði ég svo sannarlega! Liðirnir verða stórir og mjúkir alveg eins og ég vil hafa þá, en ég er enga stund að gera þá í mig miðað við áður. Járnið er úr keramiki og verndar bæði hárið ásamt því að varna því frá að festast við það. Hægt er að stilla hitann eftir þörfum.

Ég setti inn stutt myndband þar sem ég fer í gegnum skrefin og bið ykkur að vera þolinmóð þar sem að þetta er FYRSTA myndbandið sem ég geri! Ég er með mjög þykkt hár svo að mér finnst best að krulla hárið í tveimur hlutum. Ég held oftast járninu beinu þó að það eigi tæknilega séð að halda því á hlið þar sem að mér finnst það eiginlega þægilegra.

Myndband

Í myndbandinu var ég eingöngu búin að fara yfir hárið með þurrsjampói, en mér finnst útkoman fallegust þegar ég blæs það fyrst og þá nota ég Blowout Spray og Volume Mousse frá Labe.m. Einnig elska ég að fara yfir það með Texturising Volume Spray fyrir krullun sem gerir það mun viðráðanlegra. Rétt í lokin setti ég svo Therapy Rejuvinating Radiance Oil í endana til að mýkja þá upp. Allar vörurnar eru frá Label.m!

Ég læt fylgja með mynd úr brúðkaupi í sumar svo þið sjáið betur hvað liðirnir eru fallegir!

Ég er ótrúlega ánægð með járnið og hef notað það mikið. Ef þið eruð að leita að einhverskonar tólum þá er HH Simonsen mitt uppáhaldsmerki til margra ára, enda á ég bursta, hárþurrkara og mun fleira frá þeim sem ég nota óspart. HÉR getið þið kíkt á Facebook síðu þeirra á Íslandi fyrir allar helstu upplýsingar!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is