Í síðustu viku fékk ég sendan stórskemmtilegan pakka upp að dyrum. Ég hafði í fyrstu ekki hugmynd um hvað þessi risastóri kassi innihélt en þegar ég opnaði þá skellti ég fyrst upp úr! Það fyrsta sem ég sá voru Dorritos flögur, Taco sósa, Hot sósa, Chili pipar og Piparperlur  frá Nóa Sírius og ég velti fyrir mér hver væri svona yndislega góður við mig og vissi um dálæti mitt á Piparperlum og mexíkóskum mat. En þegar ég komst lengra ofan í pakkann sá ég gullfallega Urban Decay pallettu sem ég hef kolféll fyrir við fyrstu sýn; Heat!  

HEAT

Pallettan samanstendur af 12 gullfallegum litum sem eiga það allir sameiginlegir að vera hlýjir, en ég elska að nota svoleiðis liti í farðanir, bæði á sjálfri mér og öðrum. Þeir eru bæði pigmentaðir, þéttir og blandast ótrúlega vel en nú þegar ég hef nýtt þá nokkrum sinnum og mun við tækifæri sýna ykkur lúkk með þeim. Einnig finnst mér ótrúlega góður kostur hvað það er gott jafnvægi á milli sanseraðra og mattra lita en það gerir pallettuna ótrúlega fjölhæfa og notendavæna.

Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Urban Decay pallettana og þessi er engin undantekning.

Viðburður í Urban Decay og þér er boðið!

Ég mæli eindregið með að þið kíkið í Smáralindina í kvöld 17. ágúst frá 19-21, en Urban Decay verður með viðburð þar í tengslum við komu Heat pallettunar. Þar verður meðal annars happdrætti, uppákomur og almenn gleði svo að nóg er um að vera! 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is