Ef það er eitthvað sem hefur verið að ryðja sér til rúms í húðrútínu kvenna undanfarin ár, þá eru það sýrur. Ávaxtasýrur, mjólkursýrur, glycolic sýrur, salicylic sýrur og hyaluronic sýrur eru allt orðin algeng innihaldsefni í húðvörum og ekki af ástæðulausu; þær virka!

Mismunandi virkni eftir tegund

Sýrurnar hafa þó mismunandi virkni og hafa ber í huga að ekki allar vörur sem innihalda einhvers konar sýrur gera nákvæmlega það sama. Hér er örlítill listi yfir það helsta sem hver tegund gerir.

Hyaluronic: Er oft notuð í fylliefni í lýtalækningum. Náttúruleg sýra sem finnst mest af í húðinni okkar sem „plumpar“ upp húðina og gefur fyrst og fremst mikinn raka. Öreindirnar í þessari sýru geta dregið í sig og haldið allt að þúsundfaldri þyngd sinni í vatni. Náttúrulegar birgðir af Hyaluronic sýru í líkamanum minnka með aldrinum.

Glycolic: „Peel-ar“ húðina og tekur í burtu dauðar húðfrumur. Dregur úr fínum línum og hjálpar til við að draga úr blettum eins og öldrunarblettum og örum.

Lactic: AHA sýrur sem eru einnig notaðar til þess að fjarlægja dauðar húðfrumur. Draga úr bóluörum og fínum línum ásamt því að bæta kollagen framleiðslu húðarinnar. Veita einnig raka.

Retinoic: A vítamín sem hægja á kollagen niðurbroti, minnka fínar línur og bæta teygjanleika húðarinnar. Hjálpa einnig til við að minnka brúna bletti og aðrar afleiðingar af of mikilli sól.

Salicylic: BHA sýrur sem draga úr útbrotum og rauðum blettum ásamt því að fjarlægja dauðar húðfrumur. Hjálpa til við að fjarlægja óhreinindi úr húðholum svo að þessar sýrur eru mjög góðar við bólóttri húð og fílapenslum.

Ferulic: Andoxunarefni sem hjálpa til við að bæta birgðir af C og E vítamínum í húðinni ásamt því að lýsa upp sólarbletti og draga úr öldrunareinkennum.

Citric: Ávaxtasýrur úr sítrónum og appelsínum sem draga meðal annars úr skaðlegum afleiðingum of mikillar sólar á húðina.

Mínar uppáhalds vörur sem innihalda sýrur


Good Genes frá Sunday Riley er ólíkt öllu öðru sem ég hef prófað, en ég fékk prufu af því í Sephora í Montréal og síðan var ekki aftur snúið. Kremið er í raun rakagefandi meðferð sem er stútfull af mjólkursýru (lactic acid) ásamt öðrum virkum innihaldsefnum. Kremið fjarlægir dauðar húðfrumur, dregur úr fínum línum, veitir ótrúlega mikinn raka, plump-ar upp húðina, dregur úr örum og öllum ummerkjum of mikillar sólar og mengunar. Bæði er hægt að nota meðferðina daglega eða öðru hvoru sem maska. Fæst HÉR.

Visionnaire Crescendo frá Lancôme er án efa ein mesta snilld sem ég hef kynnst í seinni tíð! Þetta er 28 daga meðferð sem ég notaði samviskusamlega í vor/sumar og fann svo sannarlega mikinn mun á húðinni. Fyrstu 14 dagana notaði ég annan helminginn af flöskunni sem inniheldur 5% ávaxtasýrur en það skref mýkti upp húðina ásamt því að draga sýnilega úr fínum línum að mínu mati. Skref 2 var svo mitt uppáhald en það inniheldur 10% glycolic og salicylic sýrur. Eftir seinni tvær vikurnar voru bóluörin mín mun minna sjáanleg, húholur minni og húðin mun sléttari. Ég mæli mikið með þessari meðferð! Fæst í verslunum Hagkaups og öllum helstu apótekum. 

Nordic Skin Peel frá Skyn ICELAND er ein af mínum uppáhaldsvörum og hefur verið í baðskápnum síðan ég kynntist því fyrst. Þetta eru skífur sem eru ríkar af mjólkursýrum (lactic acid),  andoxunarefnum og BHA sýrum. Skífurnar nota ég sem djúphreinsun fyrir húðina tvisvar til fimm sinnum í viku en það sem þær gera er að fínslípa húðina, taka í burt dauðar húðfrumur, minnka húðholur, ör og fínar línur. Einnig draga þær verulega úr þurrki og óvelkominni olíu á yfirborði húðarinnar. Must have! Fæst HÉR

Ég mæli svo eindregið með því að nota ekki sýrur ef planið er að fara úr í mikla sól á eftir. Sýrurnar þynna talsvert yfirborð húðarinnar svo að sólargeislar eiga auðveldara með það að valda skaða. Notið góða sólarvörn. 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is