Hef ég sagt ykkur að ég elska allt sem er bleikt? Svo finnst mér snyrtivörur í fallegum umbúðum líka alltaf ómótstæðilegar. Nýjasta lína úr smiðju Estée Lauder, Genuine Glow, sameinar þetta tvennt, svo að ég var mjög spennt að sjá hvað hún hafði upp á að bjóða.

Estée Lauder er merki sem klikkar aldrei og þessi lína er strax ein af mínum uppáhalds. Vörurnar koma í fölbleikum/silfur pakkningum og eiga það sameignlegt draga fram innri ljóma húðarinnar. Í línunni eru tvær vörur sem eru hugsaðar sem primer/rakagefandi og svo eru þrjár vörur sem veita gullfallegan lit á kinnar, varir og augu.

unnamed (1)

Genuine Glow

Ég var svo heppin að fá að prófa fjórar vörur úr Genuine Glow línunni og varð ekki lengi að verða ástfangin. Priming Moisture Balm er yndislegur bæði sem primer og rakakrem, en farðinn verður gallalaus á húðinni minni þegar ég nota þetta krem fyrst. Mér finnst þægilegast að bera hann á bara eins og andlitskrem með fingrunum.

Priming Moisture Eyebalm er eitthvað sem allar konur ættu að eiga í snyrtiskápnum, en hann vinnur á roða og mýkir upp húðina. Mér finnst gott að nota hann á allt augnsvæðið fyrir förðun, en hef einnig heyrt að sumar noti hann til að jafna út þurrkubletti og línur eftir förðun.

unnamed

Reviving Oil Lip Tint er byltingakennd vara sem veitir lúxustilfinningu á vörunum ásamt endalausum raka. Glossinn, eins og ég kýs að kalla hann, kallar fram mjög léttan lit á vörunum sem hentar öllum húðtónum.

Uppáhalds varan

Eyelighting Creme er svo án efa mín uppáhalds vara úr þessari línu, en hún býður bara upp á svo ótrulega marga möguleika! Þetta er penni með mjúkum svampi á endanum sem kemur í þremur litum og gefur léttan, smá sanseraðan ljóma með léttum lit (hægt að fá þrjá litatóna). Ég elska að nota minn penna sem „highlighter“ á augu, kinnbein og fyrir ofan varir.

Þar að auki koma tveir kinnalitir í stifti í línunni sem ég get ekki beðið eftir að næla mér í! Endilega kynnið ykkur Facebook síðu Estée Lauder HÉR fyrir frekari upplýsingar.

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is