Einhverjir (þar á meðal mnn heittelskaði) myndi að öllum líkindum segja mér að ég ætti nóg af snyrtivörum. En maður getur alltaf á sig blómum bætt!

Það eru nokkrar vörur sem mig langar ótrúlega mikið í og hefur lengi langað til þess að prófa. Flestar þeirra eiga það sameiginlegt að vera lúxusvörur, enda leyfi ég mér oftast að kaupa örlítið dýrari vörur. Sérstaklega þegar ég fer erlendis.

La Mer Reparative Skin Tint – Fresh Brown Sugar Body Polish – Klorane Leave-in Spray – Kiehl’s Ultra Facial Moisturizer SPF 30 – Fresh Rose Cleansing Foam – La Mer Cleansing Gel – Marc Jacobs Lip Lock Moisture Balm – Marc Jacobs Full Coverage Foundation

Ég hef nú þegar prófað margar vörur frá merkinu La Mer og verð aldrei fyrir vonbrigðum. Því get ég vel séð fyrir mér að ég muni fjárfesta í þessu litaða dagkremi von bráðar, en ég held það verði fullkomið í sumar!

Ég elska líkamsskrúbba og sérstaklega þá sem innihalda sykur, en skrúbburinn frá Herbivore Botanicals hefur hingað til verið minn uppáhalds. Mig langar mikið að prófa þennan frá Fresh sem fæst erlendis, meðal annars í Sephora og Nordstrom.

Klorane Leave-in Spray er eitthvað sem kitlar virkilega að prófa eftir að ég keypti mér þurrsjampóið frá þeim í Montréal fyrir nokkrum mánuðum. Þetta er án efa besta þurrsjampó sem ég hef notað og því get ég ímyndað mér að restin af vörunum svíki engan.

Þetta rakakrem með sólarvörn frá Kiehl’s er sennilega frábært í sumar þar sem að það á að smjúga vel inn í húðina, vera létt og veita góða vörn gegn skaðlegum geislum sólarinnar.

Einn af hreinsunum frá Fresh lítur mjög vel út en hann á að hreinsa vel upp úr húðinni ásamt því að minnka húðholur. Hann er strax kominn á næsta Sephora innkaupalista!

Aftur komum við að La Mer, en annar af hreinsunum sem mig langar í þessa dagana kemur frá þeim. Þetta er gelhreinsir sem er góður til að yfirborðshreinsa húðina en mýkir hana upp um leið.

Marc Jacobs vörurnar heilla mig alltaf, enda er það uppáhaldsmerkið mitt þegar það kemur að fylgihlutum. Góður varasalvi er nauðsynlegur fyrir varirnar mínar og það væri alls ekki verra að eiga einn frá þessu merki.

Þetta meik er eitthvað sem mig hefur mjög lengi langað að prófa og er í raun pínu svekkt út í mig fyrir að hafa ekki keypt það þegar ég var síðast erlendis. En ég fer vonandi aftur fljótlega og þá ratar það í innkaupakörfuna!

 

Shop post

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is