Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf, aðrar keypti ég mér sjálf og enn aðrar eru á óskalistanum fyrir sumarið.

Húðin í sumar snýst öll um ljóma og ég er búin að finna mér hinar ýmsu vörur til að framkalla hann. Svo finnst mér einnig mikilvægt að farði sem maður setur á sig þegar sólin er hærra á lofti og það er heitara í veðri haldist á og svitni hvorki af húðinni né færist til. Einnig megum við alls ekki gleyma sólarvörninni undir aðrar vörur sem við notum á húðina.

Ég ákvað að gefa ykkur innsýn í mínar uppáhaldsvörur fyrir húðina í sumar en í þessari færslu ákvað ég að leggja áherslu á útlitið og mun taka húðumhirðuna fyrir í annarri færslu.

Clinique Line Smoothing Concealer – MAC Pro Longwear Powder Pressed* – Marc Inbane Natural Tanning Spray* – MAC Extra Dimension Blush – YSL Touche Éclat* – Prtty Peaushun Skin Tight Body Lotion* – MIMITIKA sólarvörn – Glamglow Glowstarter* – MAC Pro Longwear Waterproof Foundation* – YSL Touche Éclat Glow Shot Highlighter* – BOBBI BROWN BB Cream SPF 35 – Guerlain Terracotta Bronzing Powder

Glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir uppáhalds hyljaranum mínum frá Clinique, en ef maður vill eitthvað sem bæði hylur allt og helst óhreyft á allan daginn, þá er hann alveg málið. Fæst í verslunum Hagkaups og völdum apótekum

Nýlega prófaði ég þetta púður frá MAC og er stórhrifin! Á sumrin þarf ég eitthvað sem heldur farðanum á sínum stað í vinnu í gegnum hita og ég elska hvað þetta púður gerir mikið fyrir húðina á mér. Fæst í MAC Smáralind

Fyrir þá sem komast kannski ekki mikið út í sólina á daginn (eins og mig) þá þarf maður stundum bara að feika brúnkuna. Brúnkuspreyjið frá Marc Inbane er nýja ástin í lífi mínu en það er ótrúlega auðvelt að nota það og það smitast ekkert í föt. Fæst HÉR 

Extra Dimension kinnaliturinn frá MAC veitir bæði lit, ótrúlega fallega áferð og ljóma. Ég einfaldlega elska hann og hef notað hann á hverjum degi síðan ég eignaðist hann! Fæst í MAC Smáralind 

Fyrir þá sem vilja léttan hyljara, fullan af ljóma og raka, þá er hinn sígildi Touche Éclat eða gullpenninn frábær. Ég nota hann á þeim dögum sem ég vil fá ljóma og létta þekju. Fæst í verslunum Hagkaups og völdum apótekum 

Ég bilaðist úr spenningi þegar við í Nola fengum til okkar Prtty Peaushun (Pretty Posion) body lotion-ið sem er notað af stjörnum á borð við Rihanna og Gwyneth Paltrow. Kremið stinnir húðina og veitir henni æðislegan ljóma sem er mér að skapi, sérstaklega á handleggi, fótleggi og bringu. Algjört must-have! Fæst HÉR 

MIMITIKA er ástralst sólarvarnarmerki sem er væntanlegt hér á land á næstu vikum og ég gæti ekki verið ánægðari! Mér hefur lengi fundist vanta úrval í sólarvarnarflóruna á Íslandi en við erum loksins aðv verða meðvitaðri um mikilvægi þess að verjast geislum sólarinnar. Það sem ég hef heyrt er að kremið fari vel inn í húðina, stífli ekki, gefi góðan raka og sé fallegt undir farða. Ég get ekki beðið! Væntanlegt HÉR 

Ég hef dýrkað allar vörur sem ég hef prófað frá merkinu Glamglow og Glowstarter kremið er þar engin undantekning! Það er frábært undir farða fyrir einstakan ljóma og raka en ég er búin að nota það mjög mikið undanfarið. Fæst í verslunum Hagkaups og völdum apótekum 

Getum við tekið smástund og talað um hversu mikil snilld þessi farði frá MAC er fyrir sumarið? Nýjir litir koma í Pro Longwear farðanum en hann er einnig VATNSHELDUR þannig að maður þarf engar áhyggjur að hafa af andlitinu í hitanum, rigningunni, á útihátíðinni eða í útilegunni. Fyrir utan fáránlega fallega áferð! Fæst í MAC Smáralind 

YSL Glow Shot highligherinn er minn „go-to“ highlighter núna í sumar. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg að kunna að meta púður highlightera á svona heitum dögum og þessi veitir fullkominn, náttúrulegan ljóma á kinnbein og aðra staði á andlitinu. Fæst í verslunum Hagkaups og völdum apótekum 

Fyrir þá sem vilja ekki farða á heitum dögum en samt eitthvað smá til að jafna húðlit, þá er BB krem, CC krem eða litað dagkrem góður kostur. Þetta hefur verið mitt uppáhalds í mörg ár – frískar upp á andlitið, felur misfellur og veitir sólarvörn. Fæst í verslunum Hagkaups og völdum apótekum 

Mér finnst sólarpúður oftast fallegra en full skygging í hækkandi sól og Terracotta frá Guerlain er hér með komið á óskalistann hjá mér. Fæst í verslunum Hagkaups og völdum apótekum 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is