Vörurnar í færslunni voru fengnar að gjöf

Sumarið er mætt og því er ekki seinna vænna en að skella sér á nýja varaliti.

Byrjum á Le Lip Liner en það er varablýantur sem er vatnsheldur sem er mikill kostur. Le Lip Liner er kremaður og mjúkur varablýantur sem auðvelt er að nota. Þú getur notað blýantinn einan og sér og notað burstan sem er á hinum endanum til þess að dreyfa vel úr blyantinum eða notað uppáhalds varaltinn þinn yfir.
Le Lip Liner inniheldur Jojoba olíu og E & C vítamín. Varnirnar elska þessa mjúku og nærandi blöndu.

Ég notaði Le Lip Liner fyrst og dró hann aðeins niður varirnar. Því næst notaði ég Matte Shaker. Égristi hann áður og bar svo beint á varirnar. Þetta er alger nýjung og það er allt öðruvísi að varalita sig með þessum heldur en öðrum. Hann minnir helst á yfirstykunarpenna í formi.

Ég strauk honum yfir varirnar, en varaliturinn er frekar blautur fyrst og svo fór ég þrjár aðrar umferðir yfir. Maður ræður alveg hvað hann verður sterkur.

Eftir nokkrar mínutur var hann þornaður en það tekur smá stund  og þegar hann þornar er hann æði. Hann gerir ekki varirnar þurrar sem er mikill kostur þegar farið er í matta varaliti.

Matte Shaker eru með magnaða litasamsetningu og litirnir eru alls sjö. Það er ekki til neitt sem heitir klístur eða þurrkur en það er þessi vatn og olíu formúla eða „water-in-oil“ og C vítamínið sem gerir það að verkum að varirnar haldast djúsí.

Litirnir eru:

Magic Orange – Appelsínugulur
Beige Vintage – Nude beige
Energy Peach – Nude feskju
Red’y in 5 – Hlýr rauður
Kiss Me Cherie – Rauður
Pink Power – Magenta
Yummy Pink – Bleikur

Það er líka vert að minnast á að um helgina eru TAX FREE dagar í verslunum Hagkaups og allar Lancome vörur eru á afslætti þar!

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa