Enn og aftur kominn nýr mánuður. Þessi mánuður hefur einkennst af miklum lærdómi, enda er ég að klára BSc gráðuna mína og því fylgir mikið álag. Ég tel niður daganna þegar ég get loksins skilað inn verkefninu og fagnað útskrift í sumar! Þegar ég verð stressuð þá að þá getur húðin mín orðið það líka og farið í ójafnvægi svo ég passaði vel upp á hana. Ég lagði mikla áherslu á að vinna með hana og prófa nýjar vörur. Þá sérstaklega með sjálfbrúnkuvörur – enda er ég með mjög föla húð og elska að fá smá brúnku.

En núna er apríl liðinn og þá er komið að því að skoða hvaða vörur ég notaði extra mikið og mæli með. En eins og ég hef áður komið að þá er þessi liður orðinn einn af mínum uppáhalds – setjast niður og hlusta á tónlist, drekka kaffið mitt og velja hvaða vörur eða hluti ég vil fjalla um. Eins og ég hef áður nefnt að þá er í þessum flokki hitt og þetta sem vekur áhuga minn – sem gerir þetta ennþá skemmtilegra.

Í apríl eru 5 hlutir & vörur sem ég mæli með.

Stjörnumerktar vörur fékk greinahöfundur að gjöf en aðrar keypti hún sjálf.

1. White to Brown brúnkufroða HÉR 2. Ultra Repair Cream rakakrem HÉR 3. Mario Badescu andlitsvatn HÉR 4. Face Tan Water frá Eco By Sonya HÉR  5. LA Girl augnabrúna vara HÉR

White To Brown brúnkufroða* – Ég elska sjálfbrúnkuvörur og fagna því mikið þegar koma nýjar á markaðinn. Ég eignaðist um daginn vörur frá merkinu White to Brown og var þar á meðal brúnkukremsfroða. Ég vildi koma henni að í uppáhalds fyrir apríl því ég hef notað hana reglulega núna og líkar mjög vel við hana. En það er færsla væntanleg sem ég skrifa ítarlega um vöruna svo þið getið lesið hana seinna. Mér finnst allavega liturinn af froðunni mjög flottur og ég hef verið mjög ánægð og fengið hrós.

Ultra Repair Cream rakakrem* – Ég eignaðist þetta dásamlega rakakrem um daginn og við fyrstu notkun var ég strax mjög sátt. Húðin verður svo mjúk og ljómandi. Rakakremið er frá merkinu First Aid Beauty sem hefur hlotið mörg verðlaun fyrir vörurnar sínar, þar á meðal þetta rakakrem. Kremið er frekar þykkt svo það hentar mér kannski ekki núna í sumar en ég hef notað það þegar ég fer að sofa og líkar það vel. Ég sé fram á að endurnýja það fyrir veturinn þegar fer að kólna, því þá þarf að hugsa extra vel um húðina og gefa henni góðan raka. Kremið fæst í Fotia.is HÉR 

Mario Badescu andlitsvatn* – Ég hef mikið notað andlitsvatn sem ég fékk frá Fotia á dögunum, ég gerði færslu um það HÉR ef þið viljið lesa nánar um það. En ég hef áður átt önnur andlitsvötn og fengið bólur af þeim eða ekki líkað við vörurnar. En það er eitthvað við þetta andlitsvatn sem ég elska og ég nota það á hverju kvöldi þrátt fyrir að ég hafi engan farða á mér. Mér finnst andlitsvatnið fríska upp á húðina og hún verður mjúk eftir notkun og extra hrein.

Face Tan Water – Þessi vara er held ég komin til að vera hjá mér í minni húðrútínu. Ég gerði færslu um hana HÉR. Ég er að elska vatnið og nota það tvisvar til þrisvar í viku og sé húðina mína verða frískari og koma smá litur á hana sem er fínt fyrir mína fölu húð. Liturinn er ekki svona eins og flestar sjálfbrúnkuvörur heldur mun náttúrulegri og ég mæli mikið með þessu fyrir alla!

LA Girl augabrúna blýantur* – Þennan augabrúnablýant fékk ég um daginn. Ég er búin að nota hann upp á hvern einasta dag síðan. Hann er mjög góður, örmjór skrúfblýantur sem hægt er að teikna hár í augabrúnirnar og móta þær eins og þú vilt. Á hinum endanum er svo sérstök greiða til að greiða litinn í augabrúnirnar til að hafa þær náttúrulegar. Mér finnst þessi vara æðisleg, ég tók hann í litnum brunette og hentar hann mér mjög vel. En til samanburðar að þá tek ég Dark Brown í augabrúnavörum frá Anastasia Beverly Hills. Verðið á augabrúnablýantinum er líka gjöf en ekki gjald, en hann kostar 990 kr og hér er verið að fá góða vöru fyrir lítinn pening. Mæli mikið með.

Þangað til næst!

Sumarkveðja til ykkar frá mér og Ronju

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.