Færslan er ekki kostuð, vöruna keypti greinahöfundur sjálfur

Ég er með frekar föla húð að þá elska ég að finna góðar sjálfbrúnkuvörur sem virka og skila árangri. Mig langar að segja ykkur frá einni snilldarvöru sem ég fékk mér um daginn sem ég elska. Varan er Face Tan Water frá Eco By Sonya og hefur verið umtöluð ekki að ástæðulausu þar sem hún hlaut meðal annars Gullstjörnu Nýs Lífs árið 2016, ásamt því að hafa unnið til fjölda annarra verðlauna.

Virkar varan?

 Face Tan Water er hreinsivatn sem er lífrænt og er úr 100% náttúrulegum efnum. Varan virkar þannig að hún byggir upp brúnku. Best er að setja vöruna á kvöldin áður en farið er að sofa á hreint andlitið. Ég set vöruna í bómullarskífu áður en ég fer að sofa og daginn eftir er kominn smá litur á andlitið. Ég myndi ekki segja að þetta væri eins og brúnkukrem frekar meira eins og náttúrlegri litur. Mér finnst andlitið mitt ljóma allt og vera frískara. Enda eru efni í vörunni sem vinna gegn öldrun húðar. Varan er í 100 ml umbúðum sem á eftir að duga lengi því það þarf svo lítið magn af vörunni í hvert skipti.

Komin í húðrútínuna mína

 Ég er búin að eiga Face Tan vatniið núna í að verða mánuð og nota hana tvisvar til þrisvar í viku. Mér finnst þessi vara æðisleg og eftir að hafa séð árangur að þá er ég ekki að fara að hætta að nota hana. Síður en svo, hún er komin til að vera í húðrútínu kvöldsins hjá mér. Ég las líka að vatnið er gott fyrir óhreina húð og húð sem fær bólur. Svo þetta er algjör snilld! Ég mun örugglega nota þetta í sumar þegar ég vil minnka farðann á daginn og fá ferskara útlit. Hver elskar ekki að fá smá brons tón í andlitið? Mæli svo með þessari vöru fyrir alla sem vilja fá smá frískleika í andlitið!

Hægt er að nálgast vöruna & skoða úrvalið hjá Eco By Sonya HÉR hjá mai.is

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.

Deila
Fyrri greinGIRNILEGT MILLIMÁL
Næsta greinBABYFOOT