Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf, aðrar keypti ég sjálf.

Þá er loksins komið að einum af uppáhaldstímunum mínum, Tax Free dögum í Hagkaup sem standa yfir núna frá fimmtudegi til mánudags. Mér finnst bæði rosalega gaman að fara og skoða mig um fyrir sjálfa mig en svo elska ég líka að gefa ykkur hugmyndir fyrir hvað þið getið mögulega fjárfest í.

Ég ætla ekkert að lengja þetta og hér koma mínar hugmyndir að því sem sniðugt væri að skoða um helgina.

 

1. TARAMAR eru vörur sem ég fékk að kynnast fyrir nokkrum vikum. Ég var mjög hrifin við notkun þeirra, en í algjöru uppáhaldi eru hreinsiolían sem heitir Purifying Treatment og serumið þeirra. Ég mæli eindregið með að þið kíkið á þær.*

2. Bobbi Brown hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér eins og glöggir lesendur vita og nýjasta línan þeirra er guðdómleg. Þessi palletta, Illuminating Cheek Palette, inniheldur bæði kinnalit, sólarpúður og fallegan „highlighter“ og er frábær fyrir sólkysst útlit í allt sumar.*

3. Var ég búin að minnast á að ég elska góða maska? Þessi frá Biotherm er nýr á markaðnum, en ég hef prófað hann einu sinni og er ótrúlega hrifin. Hann heitir Everplump Night og er unninn úr þörungum sem vaxa neðarlega í sjónum í myrkri og er þessvegna alveg svartur. Hann fyllir upp í línur og veitir bæði raka og andoxun, en það er ætlast til að maður noti hann á nóttunni. Ég mun að öllum líkindum nota hann á víxl við Glamglow maskann sem ég nefni hér að neðan.*

4. Flowerbomb ilmvatnið frá Viktor Rolf hefur verið mitt uppáhald lengi og ég þarf að fara að endurnýja mitt, en ég mun að öllum líkindum gera það um helgina. Ég elska þennan ilm ótrúlega mikið!

5. Þessi sýrumeðferð frá Lancome, Visionnaire Crescendo, er strax byrjuð að slá í gegn hjá mér, en ég er nýbyrjuð að nota hana. Kremið/serumið er borið á húðina fyrir svefn undir vörurnar sem maður er vanur að nota og látið vinna á húðinni yfir nótt. Varan grynnkar á línum, sléttir húðina, minnkar húðholur, ör og almenn vandamál með öflugum ávaxtasýrum.*

6. Glamglow er búið að fara sigurför um heiminn undanfarið og nýju vörurnar frá þeim eru sko alls ekki af verri endanum! Dreamduo tvöfaldi næturmaskinn er ótrúlegur en hann veitir bæði ljóma og rakabombu yfir nóttina. Svo er líka ein besta lykt sem ég hef fundið af honum.*

7. Nýjasti farðinn frá YSL er einnig trylltur en það er svokallaður „cushion“ farði í fallegu boxi með neti yfir púðanum en hann heitir Touche Eclat Cushion. Ég elska svona púðafarða til þess að hafa í veskinu og bæta á mig yfir daginn og þessi er ótrúlega fjölbreyttur.*

8. Real Techniques burstana nota ég daglega og ég þarf einmitt að fara að uppfæra andlitsburstana sem ég nota mest og eru í Core Collection frá þeim. Þann stærsta nota ég í farða, kringlótta milliburstann í púður og skyggingar, flata burstann í hyljara og þann litla í varaliti.

9. Ginzing kremið frá Origins hefur verið fastagestur í snyrtiskápnum mínum í mörg ár og er hvergi nærri hætt. Ég kalla þetta sumarkremið mitt þar sem að ég nota það ótrúlega mikið í hlýnandi veðri. Það veitir húðinni mikinn raka og lyktin er æðisleg.

10. Line Smoothing Concealer frá Clinique er uppáhalds hyljarinn minn í öllum heiminum! Ég get ekki án hans verið daglega og kaupi mér hann alltaf aftur og aftur. Hann hylur fullkomlega bauga og allar misfellur og rennur hvorki til né smitast.

11. Ég hef alltaf elskað gullpennann frá YSL en hann ásamt ásamt sígilda maskaranum þeirra eru komnir í nýjar umbúðir í tilefni af 25 ára afmæli hans núna í ár. Gullpenninn hylur bauga og veitir fallegan ljóma á þá staði sem maður vill leggja áherslu á.

12. Set+Refresh spreyið frá Estée Lauder nota ég endalaust mikið, bæði undir og yfir farða. Ég nota það oft til að fríska upp á mig ef mig vantar meiri raka. Ég mæli hiklaust með þessari dásemd!

Happy shopping!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is