Vörurnar voru allar fengnar að gjöf frá mismunandi fyrirtækjum

Nú er mjög langt síðan ég hætti að fara í ljós en þar sem mér líður alltaf betur þegar ég er smá brún þá er ég búin að vera að fikra mig áfram í brúnkukremum.
Ég leitast fyrst og fremst eftir því að brúnkan sé náttúruleg, ekki appelsínugulur tónn og auðvelt að bera hana á sig. Einnig að það sé ekki vond lykt og smitist mikið í rúmfötin.

Hér eru þau brúnkukrem sem hafa staðið upp úr hingað til.

WHITE TO BROWN

Prófaði bæði froðuna og spreyjið.
Froðan var fín, auðvelt að bera hana á sig og góð lykt en aðeins of grænn undirtónn fyrir minn húðlit (sem sagt mjög hvít eins og er). Gæti trúað að hún komi betur út ef maður er smá brúnn fyrir. En spreyjið ELSKA ég!
Ég spreyja því á allan líkamann og dúmpa svo með hanska yfir þar sem kom of mikið en ég nota það lang mest á andlitið, hálsinn og bringuna. Ég aldrei orðið ójöfn eins og maður verður stundum eftir sprey, sérstaklega þegar maður gerir það sjálfur. Einnig má spreyja yfir andlitið þegar maður er búin að mála sig til að fá aðeins frísklegra útlit. Ég nota það óspart áður en ég fer t.d. í ræktina og vill ekki setja farða eða púður á húðina.

Fæst á Varanleg fegurð (Fjarðargötu, Hafnarfirði) og fleiri snyrtistofum.

MARC INBANE

Ég sá þetta brúnkusprey fyrst á snappinu hennar Tönju Ýrar (fyrrv. ungfrú Ísland) og hún dásamaði það svo mikið að ég varð að prufa.
Eins og með White to Brown spreyjið þá nota ég þetta sprey mest á andlitið og bringuna en ef ég er ekki að flýta mér að klæða mig þá spreyja ég aðeins yfir lappirnar líka af og til. Mér finnst Marc Inbane spreyjið vera örlítið dekkra en White to Brown. Það er mjög mikilvægt að kaupa hanska með þessu spreyji þar sem það kemur stundum of mikið í einu.
Ótrúlega góð lykt, smitast ekki í föt og endist mjög lengi á líkamanum!

Fæst meðal annars á hárgreiðslustofunni Línu Lokkafínu (Bæjarhrauni, Hafnarfirði)

MINE TAN

Ég nota aðallega froðu brúnkukrem ef ég ætla að setja á allan líkamann. Ég hef bæði prufað litina Violet og Maroccan og finnst þeir báðir mjög flottir. Violet kemur sérstaklega vel út á þeim sem eru með mjög ljósa húð og Maroccan nota ég ef ég er að fara eitthvað út og vill vera vel brún. Næst langar mig að prófa fitness tan-ið frá þeim þar sem ég fer mikið í ræktina og á það að haldast lengur á og ekki að fara af með svita.
Smitast ekki í föt og alls ekki vond lykt.

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.