Varan í færslunni var fengin að gjöf

Yves Saint Laurent er mjög þekkt merki og er talið vera með þeim fremstu allstaðar í tískuiðnaðinum, hvort sem það kemur að fatnaði, fylgihlutum eða förðunarvörum.

Ég fékk að prófa nýja maskaran frá þeim sem ber nafnið THE SHOCK og ætlaður til að þykkja augnhárin.

Burstinn er mótaður eins og tímaglas og hefur þann eiginleika að maka sem mestum maskara á eitt hár og búa til þykkingu þannig með einni stroku án þess að klessa.

THE SHOCK er hægt að fá í svörtu, dökkbláum og dökkvínauðum.


Ég hef núna verið að prófa hann í nokkra daga og hann er mjög góður. Sjálf er ég vanaföst og ef ég finn maskara sem virkar þá nota ég hann alltaf. Sem er smá ókostur því nýjar vörur eru yfirleitt með betri innihaldi og endurbættar. Ég er mjög ánægð með þennan maskara frá YSL.

Ég þurfti ekki að maskara augnhárin oft, ég fékk útkomuna sem ég vildi með aðeins 2-3 strokum. Ég er með frekar fá aunghár og gerði maskarinn heil helling fyrir þau hár sem eru. Ef þú ert með gott sett af augnhárinum þá nærðu að fá þykk og dramatísk aunghár með THE SHOCK. Hann helst á yfir daginn, smitast ekkert, molnar ekki niður og það er auðvelt að taka hann af með farðahreinsi.

Ég mæli eindregið með The Shock maskaranum frá YSL. 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa