Færslan er ekki kostuð – Höfundur keypti allar vörur sjálf

Hverjum hefði dottið í hug að mér þætti gaman að versla og eyða pening? Ég hata að minnsta kosti ekki búðirnar! En á dögunum fórum við Sammi í stórkostlega ferð til Montréal sem ég á eftir að segja ykkur betur frá í næstu pistlum ásamt því að sýna ykkur nokkrar myndir frá borginni.

En fyrst ætla ég að sýna ykkur hvað ég keypti í einni af uppáhaldsbúðunum mínum; Sephora. Þið sem eruð í innkaupahugleiðingum gætuð því fengið einhverjar hugmyndir að því hvað gæti ratað í körfuna ykkar í næstu útlandaferð. í næsta holli fer ég svo yfir MAC með ykkur. Þótt ótrúlegt sé þá vantaði mig nokkrar vörur í kittið mitt og þá sérstaklega vörur til að vinna með. Samt keypti ég auðvitað nokkrar fyrir mig sjálfa líka.

1. Caloion Hot & Cool Pore Pack Duo 2. Becca Shimmering Skin Perfector Pressed Highlighter 3. Stila Magnificent Metals Glitter & Glow Liquid Eye Shadow 4. Laura Mercier Candleglow Sheer Perfecting Powder 5. Giorgio Armani Beauty Luminous Silk Foundation 6. Laura Mercier Transluscent Loose Setting Powder 7. Beautyblender Bleandercleanser Solid 8. Sephora Bright Future Gel Serum Concealer 9. Sephora Perfection Mist Nude Glow 10. TooFaced Better Than Sex Mascara 11. Sephora Stylographic Classic Line High Precision Felt Liner 12. Benefit Hoola Matte Bronzer

Mig var búið að langa til að prófa þennan maska síðan ég sá hann fyrst í umfjöllun hjá ELLE Magazine, en hann hefur verið á allra vörum. Hann er tvískiptur og virkar þannig að fyrri maskinn hitar upp húðina, fjarlægir dauðar húðfrumur og hreinsar upp úr húðholum en sá seinni kælir húðina og stinnir. Gef þessum bestu einkunn!

Becca highlighter-ana þarf vart að kynna en þeir eru ótrúlega frægir. Sá frægasti er sennilega liturinn Champagne Pop sem Jaclyn Hill gerði í samstarfi við merkið, en mér fannst liturinn Opal passa mér betur. Elska hann!

Yfirmaðurinn minn og vinkona fór nýlega til New York og keypti sér þennan fallega Stila glimmeraugnskugga sem ég varð einfaldlega að prófa líka! Hann sveik ekki en þessir eru fullkomnir einir og sér og yfir alla aðra augnskugga.

Laura Mercier! Ég varð ástfangin af merkinu þegar ég fór í förðun til vinkonu minnar sem var þá að vinna hjá Laura Mercier í Harrods í London. Þetta púður langaði mig mikið til að prófa og það er guðdómlegt til þess að nota yfir farða.

Besta vinkona mín notaði lengi Giorgio Armani farðana og ég hef verið ákveðin í að kaupa mér einn slíkan lengi. Áferðin er létt en þekur vel ásamt því að farðinn er rakagefandi og er já – eins og silki.

Næsta Laura Mercier vara er „must have“ fyrir alla. Þetta púður hentar öllum húðlitum og húðtýpum en það festir allan farða fullkomlega án þess að áferðin verði of púðurkennd, ef þið vitið hvað ég á við.

Þessa burstasápu hef ég notað í nokkur ár síðan ég fékk hana að gjöf frá minni bestu, sömu og ég tala um hér að ofan. Einfaldlega besti burstahreinsir sem ég hef átt, einföld í notkun og mun ekki fara fet úr snyrtivörusafninu mínu.

Too Faced er merki sem ég hef heyrt mikið um en aldrei prófað neitt frá þeim (geðviekt sein, ég veit). Ég keypti mér því þennan maskara í ferðastærð og mun láta ykkur vita von bráðar hvort hann er raunverlega eins góður og allir vilja meina (hann heitir Better Than Sex, eins gott að hann sé góður).

Mig vantaði góðan eyeliner í mína eigin snyrtibuddu og þessi frá Sephora varð fyrir valinu, enda ódýr og virkaði þægilegur í ásetningu.

Ég nota oftast Contor Kit frá Anastasia Beverly Hills til þess að skyggja á mér andlitið en vantaði eitthvað til að hafa í veskinu þess á milli; eitthvað lítið og nett. Því keypti ég mér ferðastærðina af Hoola sólarpúðrinu frá Benefit en það svíkur sko engan!

Góður hyljari er gulls ígildi og ég hafði heyrt margt um serum hyljarana frá Sephora svo ég ákvað að slá til og prófa. Ég keypti mér tvo liti, annan gultóna til að nota á rauða bletti og hinn bleiktóna til að nota á  bauga. Mjög mjúkir og meðfærilegir og veita miðlungsþekju.

Einnig vantaði mig mikið eitthvað sem veitti náttúrulegan „highlighter“ fyrir myndatökur í kittið mitt. Flestir finnst mér of sanseraðir og ekki koma nógu náttúrulega út á módelum, til dæmis þegar húðin á að virka pínulítið „dewy“ og blaut. Þetta sprey er nýjasta ástin í lífi mínu þar sem að það veitir hið fullkomna „dewy“ útlit og kemur virkilega vel út á mynd.

Allar vörurnar fást í Sephora 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is