Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf – aðrar keypti greinahöfundur sjálf 

Ég ákvað að byrja að gera nýjan lið hjá mér sem snýr að þeim fastagestum eða „go-to products“ sem ég nota hverju sinni. Ég skipti mikið milli vara sem ég nota eftir skapi og veðri og því fannst mér sniðugast að hafa hvern flokk fyrir sig.

Í þetta skiptið langar mig að deila með ykkur þeim vörum sem ég nota mest á varirnar á mér. Þessi listi inniheldur varaliti, gloss, varanæringar og fleira sem ég hef notað mikið undanfarnar vikur og mánuði. Varirnar mínar eiga það til að verða þurrar í veðurfarsbreytingum svo ég verð að vanda valið vel.

MAC Lipstick Modesty/ Fæst í verslunum MAC Kringlunni & Smáralind – Anastasia Beverly Hills Lipgloss/ Fæst hjá Nola – Lancôme L’Absolu Rouge Champagne*/ Fæst í verslunum Hagkaups & apótekum – MAC Lipliner Boldly Bare/ Fæst í verlsunum MAC Kringlunni & Smáralind – ILIA Tinted Lip Conditioner Nobody’s Baby/Fæst hjá Nola – Chanel Rouge Coco Gloss Caresse/Fæst í verslunum Hagkaups og apótekum – BOBBI BROWN Lip Balm SPF 15/Fæst í Hagkaup Smáralind og Lyf&Heilsu Kringlunni – Sara Happ The Lip Scrub/Fæst HÉR – YSL Top Secrets Lip Perfector*/Fæst í verslunum Hagkaups og apótekum 

MAC Creamsheen varalitirnir eru ótrúlega næringaríkir, góðir og eru í algjöru uppáhaldi hjá mér. Þeir innihalda örlítinn glans og eru fullkomnir fyrir daglega notkun. Modesty er minn uppáhalds litur þessa dagana.

Anastasia Beverly Hills glossarnir eru nú þrír talsins í snyrtibuddunni minni en liturinn Kristen verður lang oftast fyrir valinu. Hann er brúnleitur, frekar nude en ótrúlega þekjandi og rakamikill.

Lancôme varalitinn fékk ég að gjöf fyrir nokkru síðan en hann féll strax í kramið hjá mér. Liturinn er mjög bleikur, nærandi og geggjaður í sumar.

Ég verð að eiga góðan, hlutlausan varablýant í veskinu og þessi frá MAC er dásamlegur. Hann passar við alla nude liti og mótar varirnar vel. Svo er líka hægt að nota hann einan og sér.

Ég elska varanæringar með lit í og þessi frá ILIA er einhver sem ég hef notað ótrúlega mikið í vinnu undanfarna mánuði. Þá fær maður næringu í varirnar en einnig góðan lit og mótun.

Chanel glossarnir hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér lengi og ég kaupi mér alltaf eitt stykki þegar ég fer erlendis. Þessi litur varð fyrir valinu síðast – það sést kannski að ég elska brúntóna varaliti og glossa?

Varasalvinn er ekki síður mikilvægur og þessi frá BOBBI BROWN er alltaf ástin í lífi mínu þegar það kemur að góðum varasölvum. Ég þarf að endurnýja minn þar sem að það er því miður bara pínulítið eftir en ég set hann oftast á mig fyrir svefn og vakna svo upp með silkimjúkar varir.

Varaskrúbbar eru vanmetið fyrirbæri og ég fattaði eiginlega ekki hvað þeir voru mikilvægir fyrr en ég fór að nota þá. Þeir fjarlægja dauðar húðfrumur ásamt því að mýkja og næra. Ég nota þennan frá Sara Happ (því miður ekki lengur seldur hér heima) alltaf áður en ég fer út og ef ég er extra þurr á vörunum. Lyktin og bragðið skemmir heldur ekki en ég gæti næstum borðað hann!

YSL Top Secrets Lip Perfector er varaprimer/varanæring sem ég elska að nota áður en ég set á mig varaliti eða bara einan og sér. Svo nota ég þetta rosalega mikið á viðskiptavini svo að varirnar verði mjúkar og rakamiklar fyrir ásetningu varalitar. Varan tilheyrir Top Secrets fjölskyldunni sem er mín uppáhalds lína í YSL! Þess má geta að það er kynning á merkinu í Hagkaup þessa dagana og 20% afsláttur ásamt kaupaukum og nýjungum! Sjá nánar HÉR.

Gleðilega vara-helgi!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is