Færslan er unnin í samstarfi við Lancôme á Íslandi 

Hver vill ekki eiga uppáhalds snyrtivöruna sína með nafnið sitt áritað á? Ég varð ótrúlega spennt þegar ég heyrði af því að Lancôme væri með nafnaáritanir á Teint Idole Ultra Cushion farðanum þeirra um helgina í Lyf&Heilsu Kringlunni, en ég fékk einmitt farðann að gjöf frá þeim með nafninu mínu. Fyrir þá sem hafa ekki prófað farðann þá er hann frekar léttur í áferð, auðveldur í ásetningu, veitir miðlungsþekju, matta áferð allan daginn og er olíufrír. Ég er núna búin að prófa hann einu sinni og hann lofar mjög góðu!

Einnig fékk ég að prófa forvera hans sem er nú kominn í endurbættar umbúðir; Teint Idole Ultra Wear. Hann þekur stigi meira en cushion farðinn, er algjörlega smitfrír og veitir matta áferð. Ég hef einnig prófað hann í eitt skipti og fannst hann endast stórkostlega vel – svo er hann líka smitfrír sem skemmir alls ekki fyrir. Það kom mér líka skemmtilega að óvart hvað hann er léttur miðað við hvað þekjan er góð.

Síðast en ekki síst langar mig rosalega að segja ykkur frá einu af áhugaverðustu ilmvötnum sem ég hef prófað í langan tíma, en ég er kolfallin fyrir því! Ilmvatnið ber heitið  La Nuit Trésor Eau Toilette en það er ferskara og léttara en ilmvatnið þar á undan og var búið til fyrir viðskiptavinin sem vill ekki eins kryddaðan ilm og Eau de parfum útgáfuna. Mér finnst það strax ávanabindandi og er búin að spreyja því óspart á mig. Ilmurinn er léttur blómailmur með ávaxtakeim og glasið er gullfallegt en það er innblásið af sjaldgæfum fjólubláum demanti. Ilmvatnið er gert fyrir konu sem er sjálfstæð, ögrandi og veit hvað hún vill (sem hentar mér vel).

Lancôme verður með kynningu í Lyf&Heilsu Kringlunni dagana 30. mars til 2. apríl og það verður 20% afsláttur af öllum Lancôme vörum á kynningunni! Einnig verður glæsilegur kaupauki og áletranir á farðana eins og ég sagði frá áðan. Fyrir þá sem vilja nýta sér áletranirnar með kaupum á farðanum þá verða þær í dag og á morgun (föstudag) frá klukkan 14-18. Einnig verða þær á laugardag frá klukkan 13-17. Þær sem eiga farðann fyrir geta fengið áletrun á sitt box við kaup á áfyllingu.
Endilega kíkið á síðurnar hjá Lancôme og Snyrtibuddunni fyrir frekari upplýsingar.
Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is