Færslan er unnin í samstarfi við La Mer á Íslandi 

Í mörg ár hef ég öðru hvoru leyft mér að nota vörur frá lúxusmerkinu La Mer, sem að mínu mati er eitt það allra flottasta á markaðnum í dag. Saga merkisins er einnig ótrúleg, en upprunalega kremið (Creme de la Mer) var fundið upp af geimvísindamanninum Dr. Max Huber sem varð fyrir hræðilegum efnabruna í tilraun sem mistókst hjá honum. Hann hófst handa við að reyna að græða brunaörin á andlitinu á sér og við tóku sex ár af tilraunum með næringarríkum þara sem hann gerjaði til þess að búa til hið fræga kraftaverkaseyði eða Miracle Broth™ (hjarta Creme de la Mer) og vann saman við önnur innihaldsefni. Eftir tólf ár og sex þúsund tilraunir varð Creme de la Mer til og brunaörin á húðinni á Dr. Huber voru sjáanlega nánast horfin.

Á dögunum fékk ég stórkostlegan pakka að gjöf frá merkinu sem innihélt farða, farðabursta, hyljara og augngel, ásamt dásamlegum lúxusprufum af kremi, olíu og farðahreinsi. Ég varð heldur betur ekki fyrir vonbrigðum (og æpti kannski yfir mig smá þegar ég sá innihaldið).

Ég er mikill „farðapervert“ og er einstaklega vandfýsin á það sem ég set á húðina á mér. Þessi farði er klárlega á toppnum hjá mér þessa stundina! Hann er léttur en jafnar húðina og þekur allar misfellur fullkomlega! Hann endist alltaf, allan daginn og áferðinn er frekar mött svo maður glansar ekki. Farðaburstinn er svo ótrúlegur en hann er sá mýksti sem ég hef prófað og ég er enga stund að bera farðann á með honum. Hyljarinn finnst mér ótrúlega fínn en ég nota hann mest á bauga, rauða bletti og misfellur. Það er smá púðuráferð á sem ég hef ekki fundið áður í hyljara, en gerir það að verkum að hann rennur ekkert til og hylur allt í fyrstu umferð.

Fyrir neðan sjáið þið hvernig farðinn og hyljarinn líta út á húðinni á mér.

Við skulum svo aðeins ræða augnkremið; The Illuminating Eye Gel. Það er virkilega rakagefandi og vekur strax augnsvæðið finnst mér. Það vinnur mikið á baugum og þrota ásamt því að koma í veg fyrir fínar línur. Ég elska öll augnkrem sem auðvelt er að nota undir farða og þetta er orðið í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er einnig ótrúlega drjúkt og ein pumpa dugar ríflega fyrir bæði augun.

Niðurstaðan er að þessar vörur eru guðdómlegar og það er einfaldlega eins og maður sé með gull í andlitinu. Það næsta á óskalistanum mínum frá La Mer er svo líkamskremið og maski. Mér finnst ansi líklegt að það rati til mín úr einhverri búðarferðinni á næstunni.

La Mer vörurnar eru seldar í Sigurboganum á Laugavegi, Snyrtistofunni Jónu í Hamraborg og í Lyf&Heilsu Kringlunni.

Ég mæli með því að þið kíkið á þessa staði og nælið ykkur í draumafarðann, kremið eða hvað sem er. Það er vel þess virði.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is