Vörurnar í færslunni voru fengnar að gjöf óháð umfjöllun

Ég held ég hafi sagt ykkur áður frá gælunafninu mínu Tanhildur sem ég fékk sumarið 2014 þegar ég gerði lítið annað en að bera á mig brúnkukrem og liggja í ljósabekkjum þess á milli. Það er bara svo gaman að vera tanaður og fínn!

Síðan þá hef ég steinhætt ljósabekkjanotkun, enda eru ljósabekkir barn síns tíma og stórhættulegir heilsunni. En ég hef þó verið dugleg að prófa allskonar brúnkukrem og brúnkufroður í þeirri von að ná fallegum, sólkysstum lit án þess að þurfa að komast í tæri við sólargeisla. Ég lít nefnilega dálítið út eins og A4 prentarablað ef ég ber ekki neitt á mig. Ég er ekki ein af þeim sem rokkar postulínshúðlitinn heldur verð ég bara meira eins og ég sé lasin.

Nýlega prófaði ég þó eitthvað sem ég er tiltölulega nýkomið til landsins; Marc Inbane, Hollenskt lúxusmerki sem varð til árið 2012. Merkið lítur ótrúlega vel út við fyrstu sýn en umbúðirnar eru svartar með silfurívafi og mjög stílhreinar. Ég hafði aldrei prófað brúnkusprey og varð mjög spennt að láta slag standa. Ég fékk ótrúlega fallegan pakka með ferðasetti sem innihélt brúnkusprey, tösku og Kabuki bursta. Einnig fékk ég djúphreinsir fyrir andlit, dúnmjúkan brúnkuhanska og kerti sem ég fæ ekki nóg af.

Í fyrsta lagi: VÁ hvað það er þægilegt að nota þetta! Ég byrjaði á því að skrúbba andlitið og niður á háls/bringu með djúphreinsinum sem inniheldur örlítil korn. Hann fjarlægir dauðar húðfrumur og gerir húðina silkimjúka fyrir ásetningu brúnkunnar. Síðan spreyjaði ég einfaldlega bara á mig alla! Ég mæli með því að gera það inni í sturtuklefa þar sem að spreyjið getur farið dálítið út um allt, sérstaklega hjá mér en ég er algjör brussa. Eftir það notaði ég hanskann til þess að dreifa úr brúnkunni og úr varð fallegur, jafn litur.

Á andlitið notaði ég skemmtilega tækni, en ég spreyjaði í kabuki burstann og nuddaði með honum yfir allt andlitið og hálsinn. Virkilega auðvelt og áferðin verður æðisleg. Einnig nota ég burstann til að jafna út skil og setja brúnkuna á hendur. Ég held að það hafi tekið mig um fjórar mínútur að setja á allan líkamann, sem er ótrulega gott fyrir óþolinmóðu mig. Það besta er samt bæði gullfallegur litur og sú staðreynd að það er engin brúnkukremslykt. Fyrir ofan sjáið þið árangurinn, tekinn með tíu mínútna millibili. Enginn filter var notaður.

Síðast en ekki síst langar mig að tala aðeins um þetta kerti! Öll Marc Inbane kertin eru handkerð með vönduðum innihaldsefnum og hver þráður er sérhannaður fyrir hverja lykt. Glerið utan um kertin er munnblásið svo þetta er sannkölluð lúxusvara. Þau brenna í 50 klukkustundir sem er mjög mikill kostur og ég ELSKA lyktina sem ég fékk. Hún heitir Scandy Chic og inniheldur vanillukeim ásamt öðrum ilmum. Ég á eftir að kaupa mér annað (og annað) og held líka að þetta sé fullkomin gjöf. Þau koma í flottum kassa og hægt er að velja um svört eða hvít kerti og þrjá mismunandi ilmi.

Ég gæti held ég ekki dásamað þetta merki nóg og mér sýnist á öllu að ég þurfi að fjárfesta í nýju spreyji þar sem að mini-útgáfan mín fer bráðum að klárast miðað við hvað ég nota það mikið.

Marc Inbane vörurnar er hægt að versla HÉR og á völdum hárgreiðslustofum, en á Facebook hjá Bpro er hægt að fá frekari upplýsingar um sölustaði. Einnig getið þið skoðað Instagram síðu Marc Inbane á Íslandi

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is