Færslan er unnin í samstarfi við MAC á Íslandi 

Mér sýnist á öllu að MAC muni halda áfram að færa okkur dásamlegar nýjungar með vorinu en ég er virkilega ánægð með framtak þeirra að þessu sinni. Reyndar er ég það alltaf og daginn sem ég hætti að vera spennt yfir MAC vörum er dagurinn sem þið megið fara að athuga hvort það sé ekki örugglega í lagi í toppstykkinu hjá mér. Nokkrar línur eru nýkomnar hjá merkinu og mig langar að fara í gegnum þær með ykkur í máli og nokkrum myndum.

Make-Up Art Cosmetics

MAC gekk nýverið í lið með þremur af sínum færustu förðunarmeisturum og sköpuðu línu sem er svo falleg að ég gæti grátið. Hver meistari skapaði sitt eigið „color collection“ sem endurspeglar þeirra stíl á fullkominn hátt. Einstaklega vinnuvænar línur sem gera manni kleift að kaupa ótrúlega framandi, vandaðar en fjölbreyttar vörur, bæði í kittið og fyrir sjálfan sig. Diane Kendal er sú fyrsta sem mig langar að kynna en hafandi unnið fyrir Calvin Klein og Marc Jacobs getur maður verið viss um að hún er að gera góða hluti. Ég fékk í hendurnar krem augnskuggapallettu (Glamorize Me) sem var gerð í samstarfi við hana og er ástfangin! Ég mun að öllum líkindum nota hana ótrúlega mikið í verkefnum hér eftir og þegar mig langar að gera eitthvað öðruvísi á mig. Í henna línu má einnig finna contour stifti, augnkol og fleiri pallettur svo eitthvað sé nefnt. Þar á eftir er Kabuki sem er ótrúlega fær listamaður en hann hefur meðal annars unnið með Selena Gomez, Rihanna, Lady Gaga og fleirum. Retro Matte (Sweet Thing) varaliturinn sem ég fékk er úr línunni hans en mér finnst hann FULLKOMINN. Þetta er akkúrat litur sem ég nota mikið og þess má geta að Retro Matte litirnir frá MAC eru einhverjir af þeim fáu fljótandi varalitum sem ég get notað án þess að varirnar þorni upp. Í Make-Up Art Cosmetics hannaði James Kaliardos einnig línu sem inniheldur virkilega hluti en hann hefur unnið með ljósmyndurum á borð við Annie Leibovitz og Helmut Newton.

MAC Shadescents

Síðast en ekki síst langar mig að segja frá hugmynd sem mér finnst mjög sniðug! MAC ákvað að taka nokkra af sínum frægustu „trademark“ varalitum og gera ilmi sem táknuðu þá, ásamt því að skella varalitunum í umbúðir við stíl. Ruby Woo er einn af mínum uppáhalds rauðu varalitum allra tíma en hann gengur við gjörsamlega allt og er ótrúlega klassískur. Ég fékk hann í gjöf frá merkinu og get ekki beðið eftir að finna ilminn líka.


Yndislega starfólkið hjá MAC í Kringlunni og Smáralind eru að sjálfsögðu alltaf boðin og búin til að hjálpa, en ég mæli líka með því að þið fylgjist með hvenær línurnar koma í verslanir á Facebook síðum þeirra HÉR og HÉR.

Eruð þið jafn ánægð með þetta og ég?

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is