Jólin eru búin, það er komið nýtt ár og ég gleymdi að skrifa hverjar voru uppáhaldsvörur eða hlutir í desember. En hér kemur fyrir janúar. Desember var mjög fljótur að líða enda mikið að gera hjá mér í skóla og vinnu. En aftur á móti var janúar frekar afslappandi mánuður. Ég vann mikið í því að hugsa hvað ég vil betrumbæta hjá mér og skráði mig í fjarþjálfun sem ég sé ekki eftir. Þar sem janúar er búinn og þá tekur við að skoða hvaða vörur og hluti ég notaði mikið þennan mánuð. Í þessum flokki er hitt og þetta sem vekur áhuga minn – sem gerir þetta skemmtilegra.

Í janúar eru það níu hlutir & vörur sem ég mæli með.

Stjörnumerktar vörur fékk greinarhöfundur að gjöf en aðrar keypti hún sjálf.

1. Beats Solo 3 Wireless HÉR 2. iPhone 7 plus hulstur HÉR 3. L’occitane sturtu olía HÉR 4. Bed Head HeadRush sprey 5. Dr. Martens Chelsea Boots HÉR 6. Flowerbomb ilmvatn 7. Orgins Ginzing rakakrem 8. HH Simonsen keilujárn 9. Munum dagbókin 2017

Beats Solo 3 heyrnartól – Þeir sem eru með mig á Snapchat hafa séð að ég var að byrja að æfa aftur eftir nokkurra ára pásu. Ég ákvað að skrá mig í fjarþjálfun til að fá bæði leiðsögn og hvatningu. Þar sem ég hlusta mikið á tónlist í lífinu að þá nýt ég mín að æfa með tónlist í eyrunum. Gömlu þráðlausu heyrnartólin mín voru orðin léleg svo ég ákvað að fá mér ný. Fyrir valinu urðu Beats Solo 3 sem eru þráðlaus og gullfalleg. Ég tók þau í rósagylltu (það má segja að ég sé með æði fyrir þeim lit þessa daganna). Það er ekki bara útlitið sem er verið að greiða fyrir heldur líka gæði og þægindi. Ef ég er með þau við hliðina á símanum mínum eða iPad að þá tengjast þau strax, sem er hentugt þar sem að ég á aðrar bluetooth græjur sem ég þarf að fara inn í stillingar og velja þar hvaða tæki ég ætla að para saman. Batterísendingin er ótrúlega góð þar sem þau ná hátt í 40 tíma rafhlöðu. Hér er ekkert verið að grínast eða ýkja. Ég hef varla þurft að hlaða mín eftir að hafa notað þau reglulega í ræktinni. Hljómgæðin eru einnig mjög góð. Ég elska að hækka vel í þeim og njóta mín  þegar ég æfi. Það sem er mjög mikill kostur við þau hvað eyrnarpúðarnir eru mjúkir og get ég því haft þau á mér tímunum saman án þess að verða þreytt eða aum.

iPhone sílíkon hulstur frá Apple – Ég nefndi í uppáhalds í nóvember að ég hafi fengið mér iPhone 7 plus. Ég er mjög ánægð með valið þar sem þetta er snilldar sími og svo miklu meira en það því myndavélin er líka góð. Fyrstu daganna að þá fannst mér síminn vera sleipur í höndunum að ég fékk mér hulstur utan um hann. Ég keypti mér sílíkonhulstur frá Apple í litnum Pink Sand. Liturinn er í stíl við rósagyllta litinn á símanum sjálfum svo ég var mjög sátt. Ég hef átt marga síma í gegnum árin og mörg hulstur. Mörg þeirra upplitast fljótt og verða sjúskuð með tímanum. En þetta hulstur er mjög endingargott og hefur ekki upplitast þrátt fyrir að hafa nuddast mikið til í veskinu mínu. Ef það verður skítugt að þá er minnsta mál að þrífa það og þá verður það eins og nýtt.

L’occitane Almond Shower Oil – Ég keypti mér möndlu sturtuolíuna í desember eftir að hafa séð umræður um hana á öðrum samfélagsmiðlum. Strax við fyrstu notkun vissi ég af hverju allir væru að lofsama vöruna og núna er hún komin í algjört uppáhald. Ég hlakka til að nota hana í sturtunni. Í fyrsta lagi er það lyktin sem er ómótstæðileg og hentar fyrir bæði kynin. Í öðru lagi er það tilfinningin að bera olíuna á sig. Ég set olíuna í lófann og ber hana um líkamann og þá leysist hún upp í froðu sem mýkir húðina og gefur henni raka samstundis. Algjör dekurstund! Ég elska að finna ilminn af henni á húðinni eftir sturtuferðir.

Bed Head Head Rush Finishing Spray – Þessi vöru hef ég notað lengi. Ég byrjaði örugglega að kaupa mér vöruna þegar Bed Head kom fyrst til Íslands. Ég hef allavega endurnýjað nokkra svona brúsa í gegnum árin. Ef ég vil fá mikinn glans í hárið og góða lykt þá spreyja ég þessu í hárið og hárið glansar svo mikið og verður mun flottara. Þessi vara er ómissandi hjá mér og nota ég hana reglulega.

Dr Martens Chelsea Boots – Ég elska að kaupa mér nýja skó. Ég hafði nefnt það áður í færslu að ég væri að leita mér að góðum vetrarskóm svo ég hafði augastað með Dr. Martens skónum. Þegar ég var erlendis fyrir jól ákvað ég að fá mér Dr Martens Crazy Horse skóna og ég er ekki svikin. Þetta eru án gríns þægilegustu skór sem ég hef átt. Í desember og janúar hef ég varla notað annað skópar og komu þeir sér vel þegar snjórinn var hérna. Mæli mikið með!

Flowerbomb dömuilmur frá Viktor & Rolf – Auðvitað nefni ég uppáhalds ilmvatnið mitt. Eftir að hafa fengið ilmvatnið í jólagjöf frá kærastanum mínum fyrir nokkrum árum að þá hef ég ekki notað neitt annað ilmvatn. Enda hef ég endurnýjað það þrisvar sinnum eða oftar í gegnum árin. Núna um daginn sá ég að ilmvatnið mitt er að klárast svo ég endurnýja það á þessu ári.

Origins Ginzing rakakrem* – Þegar kuldinn var sem mestur í janúar að þá þornaði húðin mín mikið upp og ég var dugleg að bera á mig rakakrem og rakamaska. Rakakremið sem ég notaði mest í janúar var Origins Ginzing. Kremið gefur húðinni orku og raka. Ég er alveg ótrúlega ánægð með kremið þar sem það er létt og olíulaust og gefur húðinni bæði góðan raka og ljóma. Svo er líka appelsínulyktin af kreminu svo góð.

HH Simonsen Rod vs 4 keilujárn – Járnið eignaðist ég fyrir nokkrum árum. Ég nota það reglulega. Þegar ég er að fara fínt út að þá gríp ég í það og geri fallega liði í hárið mitt. Þar sem ég er með frekar mikið hár að þá fannst mér þessi stærð á keilu henta mér vel þar sem liðirnir verða í grófari kantinum. Ég mæli mikið með!

Munum dagbókin* – Eins og ég nefndi í færslu að þá eignaðist ég dagbókina og er mjög ánægð með hana. Ég nota hana sem markmiðabók og hefur hún hjálpað mér mjög mikið að halda utan um þau markmið sem ég set sjálfri mér. Getið lesið nánar hér.

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.