Nú er loksins komið að því að ég megi tilkynna Tax Free daga í verslunum Hagkaups en það eru alltaf gleðitíðindi þar sem að kaupglaðir viðskiptavinir geta lagt leið sína þangað og verslað snyrtivörur á um það bil 20% afslætti.

Án þess að vera að gera þennan pistil alltof langan vil ég endilega gefa hugmyndasnauðum lesendum smá innblástur um hverju ætti að fjárfesta í þegar þið leggið leið ykkar í Hagkaup um helgina. Þetta er blanda af mínum uppáhalds vörum úr Hagkaup þessa stundina ásamt vörum sem mig langar í en margir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi á þessum lista. 

1. Estée Lauder Double Wear farði 2. Clinique Line Smoothing hyljari 3. Chanel Rouge Coco Shine 4. Urban Decay Ultimate Basics palette 5. Smashbox Always On Gel Eye Liner 6. Glamglow Youthmud mask 7. Bobbi Brown Skin Remedies dropper 8. St. Tropez In Shower Gradual Tan 9. Origins Checks and Balances andlitshreinsir 10. Urban Decay Liquid Mooniest 11. YSL Street Art augnskuggapalletta 12. OPI Nail Envy Nail Strenghtener

Byrjum á byrjuninni. Estée Lauder Double Wear farðinn er búinn að vera stanslaust í snyrtitöskunni minni síðan ég eignaðist hann. Hann hylur vel og stendur af sér heilu vinnudagana, svita og veðurfar.

Clinique Line Smoothing hyljarinn er svo annar fastagestur hjá mér og hefur verið í mörg ár. Ég elska að nota hann bæði til að hylja bauga og roða í andliti. Tónninn sem ég nota (02) er örlítið bleikur svo hann hylur vel dökka bauga.

Rouge Coco Shine varalitirnir frá Chanel eru æði fyrir konur eins og mig sem vilja rakagefandi og létta varaliti sem eru náttúrulegir. Þessir hittu í marg hjá mér fyrir nokkrum árum og ég kaupi þá reglulega í allskonar litum.

Urban Decay Ultimate Basics pallettan er TRYLLT. Stútfull af notendavænum, möttum litum sem líta hver öðrum betur út.

Glamglow Youthmud maskinn er einn af vinsælustu möskum Glamglow og af góðri ástæðu. Hann fjarlægir öll óhreinindi úr húðholunum ásamt því að endurnýja og fínslípa húðina með örsmáum kornum og laufum.

Bobbi Brown Skin Remedies droparnir eru ofarlega á óskalistanum mínum þessa dagana, ásamt öllum nýjustu Bobbi Brown vörunum. Þeir eru sérhannaðir til að vinna á húðvandamálum og maður einfaldlega velur dropa við hæfi, hvert sem vandamálið er. Droparnir eru notaðir undir serum og krem.

Origins Checks and Balances andlitshreinsirinn á ég alltaf til í skápnum. Hann er léttur, freyðandi og hreinsar húðina mjög vel án þess að þurrka hana upp.

Urban Decay Liquid Moondust er nýjasta uppáhaldið hjá mér. Það er fínn pensill á endanum til að bera formúluna á sem er ótrúlega litsterk og sanseruð. Maður verður samt að vera snöggur að vinna með hann því hann helst í gegnum ALLT.

YSL Street Art augnskuggapallettan er ný á markaði hjá merkinu og ein af vorgersemunum þeirra.  Hún inniheldur ferskjuliti, en Iðunn er einmitt að detta inn með eina grein sem sýnir fallega augnförðun með henni.

OPI Nail Envy Nail Strenghtener. Ókei, ég nota þennan á tærnar. Ég naga negluranr skelfilega mikið og þarf því alltaf að vera með gelneglur, en set stundum annan lit yfir. Þessi litur er fullkominn nude; ljósbleikur og frekar gegnsær. Hann styrkir neglurnar ótrúlega ásamt því að veita mjög fallega áferð.

Endilega skellið ykkur í Hagkaup um helgina! Hver veit svo hvort von er á annarri færslu í svipuðum dúr – fyrir hann.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is