Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf, aðrar keypti ég sjálf. 

Þið hafið vonandi fengið góðan innblástur að fallegum hátíðarförðunum frá vefsíðum, bloggurum og öðrum. Þrátt fyrir að vera förðunarfræðingur er ég sjálf frekar hefðbundin þegar það kemur að förðunum á sjálfri mér en finnst þó gaman að prófa eitthvað nýtt yfir hátíðirnar og þá sérstaklega glimmer, fallegar ljómavörur og fleira. Þegar áramótin nálgast er það ágætis afsökun fyrir því að líta út eins og diskókúla, en snyrtibuddan mín einkennist á þessum tíma af mínum „venjulegu“ vörum í bland við nokkrar meira áberandi.

Ég mun svo smella inn nokkrum myndum af vel völdum innblástrum þegar það líður nær áramótum.

untitled1. Hourglass Ambient Lighting Powder HÉR  2. Dust & Dance glimmer HÉR 3. Anastasia Beverly Hills Pink Champagne augnskuggi HÉR – 4. Mariah Carey varalitur og varablýantur* Fæst í MAC Kringlunni & Smáralind 5. Skyn Iceland Hydro Cool Firming Eye Gels HÉR  6. YSL Le Cushion Encre De Peau* Fæst í völdum apótekum og verslunum Hagkaups 7. Anastasia Beverly Hills Brow Wiz HÉR 8. MAC Strobe Cream Fæst í MAC Kringlunni & Smáralind 9. Benefit They’re Real! Gel Eyeliner Pen HÉR 10. NABLA Shade&Glow Jasmine HÉR 11. BOBBI BROWN Eye Opening Mascara * Fæst í Lyf&Heilsu Kringlunni 12. SWEED Bom Dia augnhár* HÉR 13. St. Tropez Instant Tan* Fæst í helstu apótekum og verslunum Hagkaups 14. Crown Rose Gold palletta* HÉR

Hourglass púðrið hefur setið fast í snyrtibuddunni minni síðan í haust þegar ég fór út til London. Það er svo fullkomið og ég mun klárlega kaupa mér nýtt þegar þetta klárast. Púðrið inniheldur örsmáar agnir sem lýsa upp svæðið sem maður setur það á og fjarlægir leiðinlegan glans án þess að matta andlitið OF mikið.

Dust & Dance glimmerið frá Haustfjörð er eitthvað það skemmtilegasta glimmer sem ég hef komist í tæri við. Flest koma með mismunandi stærðum af glimmer ögnum sem fara gullfallega í augnkróka, ofan á augnskugga og fyrir neðan augu. Gamla konan ég var ekki búin að kynna mér nægilega vel allan þann hafsjó af glimmerum sem hægt er að fá á markaðnum í dag, en ég tryggði mér að sjálfsögðu nokkur af þessum í förðunarkittið mitt á Black Friday.

Anastasia Beverly Hills Pink Champagne augnskugginn mind er inn af mínum uppáhalds þessa stundina en hann er dásamlega „festive“, glitrandi og fallegur. Mér finnst lang skemmtilegast að dúmpa honum yfir aðra augnskugga og í augnkrókinn fyrir smá glansandi lúkk.

Þessi tvenna frá Mariah Carey (I Get So OOC varalitur og So Dramatique varablýantur) hefur ekki farið úr veskinu mínu síðan ég fékk þá. Varaliturin er brúnn með smá gylltu yfirbragði og blýanturinn mjög svipaður, svo þeir henta fullkomlega í áramótapartýið.

Skyn Iceland augngelin eru virkilega vinsæl af góðri ástæðu, en mér finnst þau algjörlega ómissandi áður en ég fer eitthvert fínt út. Á aðeins 10 mínútum draga þau algjörlega úr þrota undir augunum og fylla örlítið upp í línur ásamt því að draga úr baugum. Eins og 10 klukkustunda svefn í pakka!

Þessi púðafarði frá YSL er einn sá allra besti sem ég hef prófað – frá upphafi. Hann veitir æðislega þekju en er samt svo léttur og þægilegur. Ég mæli einnig með því að nota annan farða um morguninn og þennan til að fríska upp á sig yfir daginn.

Góðar augabrúnir eru fyrir mér undirstaða góðrar förðunar – þær ramma andlitið inn og mikilvægt eru að þær séu fallega mótaðar án þess að vera of skarpar. Brow Wiz frá Anastasia Beverly Hills uppfyllir allar þessar kröfur og er æðislegur fyrir fallega mótun.

Strobe kremið frá MAC hefur verið í kittinu mínu frá upphafi en það veitir raka, ljóma og vítamínbombu fyrir húðina. Ég mæli með því að nota það fyrir farðanir þar sem að það kemur svo fallega út undir farðanum.

Benefit er eitt af mínum uppáhalds merkjum til að kaupa erlendis og þessi eyeliner var virkilega góð fjárfesting. Hann er skáskorinn og auðvelt að gera fallegan spíss með honum.

Shade & Blush litirnir frá NABLA eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana en ég elska að hægt sé að kaupa sér þá liti staka sem henta manni best. Nýverið eignaðist ég litinn Jasmine sem er fallegur „hightlight“ litur og veitir mikinn ljóma.

Ég hef minnst á Eye Opening maskarann frá BOBBI BROWN við ykkur áður en hann er einn af þeim bestu sem ég hef nokkurn tíman prófað. Hann lengir augnhárin, þykkir og aðskilur. Svo helst hann líka ótrúlega vel á og smitast ekki neitt = FULLKOMINN.

SWEED augnhárin eru frá sænskum framleiðanda og eru þekkt fyrir virkilega fallegar öskjur sem þau koma í. Ég elska frekar minimalísk gerviaugnhár og finnst Bom Dia frá þeim virka mjög vel fyrir mig.

Instant Tan frá St. Tropez er frekar nýtt fyrir mig en það er algjör snilld þegar ég er að flýta mér. Einnig set ég það á andlitið núna á morgnana áður en ég set á mig farða og mér finnst það gefa mér mun frísklegra yfirbragð.

Nýlega eignaðist ég þessa gullfallegu pallettu frá Crown, en litirnir í henni eru einfaldlega guðdómlegir. Þeir samanstanda af rósgylltum, fölbleikum, gylltum og brúnum litum. Ég mæli hiklaust með þessari en litirnir eru líka ótrúlega litsterkir og endingagóðir.

gunnhildur

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir nafninu Pigment.is 

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is