Færslan er ekki kostuð 

Jólin nálgast óðfluga og um helgina er annar í aðventu. Þetta þýðir að væntanlega margir eru farnir að huga að jólagjöfum, þar á meðal fyrir konurnar í lífi sínu. Mig langaði að setja saman lista fyrir þá sem eru hugmyndasnauðir um hvað þeir eiga að gefa vinkonunni, kærustunni, mömmunni, systurinni, dótturinni og svo framvegis.

Margir af hlutunum á listanum eru eitthvað sem mig langar sjálf í ásamt einhverju sem ég gæti vel hugsað mér að gefa einhverri af konunum í kringum mig. Ég er þó enn full af hugmyndum og á örugglega eftir að gera annan lista fyrir ykkur, ásamt fleirum fyrir mennina og svo fleiri. Mér finnst nefnilega lúmskt gaman að hjálpa fólki við jólagjafaval!

listi1

1. Dimma/Autumn kerti eftir Erlu Gísla HÉR 2. Skyn Iceland Arctic Face Oil HÉR 3. Andlit förðunarbók HÉR 4. YSL persónulegur varalitur – fæst í apótekum og Hagkaup 5. Chloé ilmvatn – fæst í apótekum og Hagkaup 6. POV hvítur veggkertastjaki HÉR 7. Lulu’s snyrtitaska HÉR 8. Sif Jakobs hálsmen HÉR 9. Völuspá kerti HÉR 10. Vetrar múmínbolli HÉR 

Það fyrsta á listanum er kerti sem er hannað af Erlu Gísladóttur. Hún byrjaði að handgera kertin heima hjá sér en nú eru þau framleidd í Frakklandi. Þau innihalda sojavax, býflugnavax og 100% bómullarþráð og brenna í um 40 klukkustundir. Kertin eru nefnd eftir árstíðum sem gerir þau mjög skemmtileg en mitt uppáhald er haustlyktin; Dimma.

Góðar húðvörur eru gulli betri og þessi vara frá Skyn Iceland er algjör nauðsyn í minni húðrútínu. Hún berst á móti andlitsþurrki og hægt er að nota hana á marga vegu, til dæmis til að þrífa af maskara, blanda saman við krem og nota eina og sér.

Andlit er ný förðunarbók sem er skrifuð af Hörpu Káradóttur. Mig langar sjálfa mikið í bókina og hugsa að ég muni kaupa mér hana fyrr eða síðar. Hún fer yfir öll undirstöðuatriði förðunar og húðumhirðu ásamt því að stíla inn á náttúrulega og fallega förðun, sem er eitthvað sem mér fannst vanta mikið inn á íslenskan markað.

Snyrtivörur eru alltaf sígildar í pakkann, en varalitina frá YSL er hægt að fá persónugerða með nafni viðkomandi eða jafnvel skilaboðum sem eru grafin í hulstrið. Mér skildist á þeim að ætlunin væri að vera með áletrunarstaði fyrir jól, svo endilega spyrjist fyrir á síðunni þeirra hér.

Þessi kertastjaki er eitthvað sem mér finnst ótrúlega skemmtilegur að horfa á! Hann er úr Epal og á skikkanlegu verði svo að hann ætti að passa vel í jólapakka fyrir fagurkera.

Chloé ilmvatnið á myndinni er virkilega góð og dömuleg lykt og hentar vel þeim sem vilja ferska en samt frekar „sparilega“ ilmi. Svo er flaskan líka svo falleg!

Lulu’s snyrtitöskurnar eru einhverjar þær fallegustu sem ég hef séð, en þær koma í öllum stærðum og mörgum litum. Ég á sjálf nokkrar og dýrka að hafa þær uppi við á baðherberginu eða í svefnherberginu.

Sif Jakobs er merki sem flestir ættu að þekkja, en þetta hálsmen frá þeim finnst mér fullkomið og myndi henta mér vel. Fínleg silfurlituð keðja með fallegum hring úr sirkonsteinum.

Völuspá kertin eru lúxuskerti með meiru, en þetta tiltekna kerti sá ég í verslun á Laugaveginum í sumar og hef hugsað um það síðan. Það myndi vera frábær gjöf og gera flestar kertasjúkar konur eða stelpur glaðar.

Múmínbollinn er alltaf klassísk gjöf. Flestir safnarar bíða nú eftir vetrarbollanum góða í jólapakkann, svo að þeir sem eru í vandræðum ættu ekki að láta hann framhjá sér fara.

Næsti listi er svo væntanlegur eftir helgi! Gleðilegan (bráðum) annan í aðventu :)

gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is