Við stelpurnar erum einfaldlega orðlausar yfir þessari æðislegu þátttöku í jóladagatalinu okkar! Þið eruð öllsömul yndisleg og við þökkum ykkur kærlega samfylgdina og lesninguna á undanförnu ári. Við vonumst til að þið njótið dagatalsins sem best og óskum þeim sem þegar hafa unnið til hamingju.

En það er ekki eftir neinu að bíða, seinni hluti dagatalsins kemur nú inn, en munið að þið þurfið einungis að deila myndinni á Facebook í leiknum og kvitta undir hana til þess að taka þátt. Þessi færsla er eingöngu ætluð til upplýsinga fyrir ykkur um vinningana sem leynast í dagatalinu. Þið megið svo endilega adda okkur á Snapchat líka (pigment.is) og fylgja okkur á Instagram undir @pigmenticeland. 

dagatal-2-3-copy

Suma daga eiga fleiri en einn möguleika á því að fá vinning, þar sem að tvennt er af þeim. Eins og þið sjáið er dagatalið mjög veglegt og til mikils að vinna.

13. desember – Glæsilegur gjafapakki frá Skyn Iceland í boði Nola sem ber nafnið Saving Face. Pakkinn hentar fyrir allar húðgerðir og er stútfullur af allskonar góðgæti fyrir húðina, eins og andlitshreinsi, ávaxtasýruskífum og augnkremi.

14. desember – Frá Yves Saint Laurent á Íslandi er dásamlegur pakki fyrir snyrtivöruunnandann, en hann inniheldur vinsælustu vörur merkisins. Touche Éclat hyljarapennan fræga (Slogan Edition), Volume Effet Faux Cils maskara og Vinyl Cream Lip Stain varalit með æðislegri áferð og góðri endingu.

15. desember – Hárvörupakki í boði S-Factor sem hentar öllum hárgerðum. Pakkinn inniheldur sjampó, hárnæringu og glanssprey sem mýkir allt hárið upp og gefur því fallegan glans.

16. desember – Æðisleg mynd sem nefnist Monstera í boði íslenska hönnunarmerkisins By Goja. Guðbjörg Lilja skrifaði um myndina hér, en hjá merkinu er að finna gullfallegar myndir í minimalískum stíl.

17. desember – Nubian 2nd edition pallettan í boði Shine.is er gullfalleg og hefur verið ofarlega á vinsældarlista förðunarfíkla um allan heim. Litirnir eru fallegir, litsterkir og ótrúlega þéttir í sér sem gerir útkomuna frábæra.

18. desember – Allir ættu að vera farnir að kannast við íslenska húðvörumerkið Skinboss, en þau færa okkur Claybabe leirmaskann og kaffiskrúbbinn vinsæla, sem meðal annars eru seldir í Maí, Alena, Epal og á fleiri stöðum.

19. desember – Kevin Murphy hárvörurnar eru „cruelty-free,“ parabenfríar og lausar við óæskileg aukaefni. Merkið býður okkur núna upp á Angel sjampó og hárnæringu sem gefur ótrúlega mýkt og lyftingu ásamt Doo-Over spreyinu sem gefur létt hald í hárið.

20. desember – Þessi vandaða og fallega teflaska frá Maí finnst mér algjör nauðsyn í töskuna mína. Hún heldur ekki bara teinu mínu heitu heldur inniheldur hún líka síu svo að maður getur sett telaufin og vatnið beint ofan í hana. Svo er hún líka falleg sem vatnsflaska.

21. desember – St. Tropez er alltaf í uppáhaldi hjá undirritaðri, en í þessum glæsilega pakka leynist jólaútgáfan af bæði Instant Tan og Self-Tan Luxe Dry Oil, sem hefur farið sigurför um heiminn og er sannkölluð lúxusvara.

22. desember – Tveir heppnir fá þennan vinning, en í þessum flotta kassa frá Moroccanoil (sem allir ættu að þekkja) er hin sívinsæla hárolía, þurrsjampó fyrir annaðhvort ljóst eða brúnt hár og gott hársprey sem gefur létt hald og skemmtilega áferð í hárið.

23. desember – Snyrtistofan Morgunfrú gefur stórglæsilega meðferð, en það er ávaxtasýrumeðferð fyrir andlit sem mýkir og stinnir húðina ásamt því að vinna á ójafnri húðáferð, bólum og þurrki. Guðbjörg Lilja skrifaði um meðferðina hér fyrir þá sem vilja kynna sér hana.

24. desember

Aðfangadagur er auðvitað stærsti dagurinn í dagatalinu, ekki satt? Nokkur frábær fyrirtæki tóku þátt í að bjóða upp á vinninga fyrir þennan dag og haldið ykkur fast:

Ralph Lauren á Íslandi gefur Tender Romance ilm fyrir hana og Polo ilm fyrir hann – báðir dásamlegir ilmir sem ættu að henta vel alla. Þeir fást meðal annars í völdum verslunum Hagkaups og apótekum.

Alpha Gym í Reykjanesbæ býður upp á mánaðar fjarþjálfun sem inniheldur öll þau verkfæri sem þú þarft til þess að koma þér í betra form. Þar má nefna leiðsögn í mataræði, lyftingarplan og aðhald.

Lulu’s á Íslandi gefur gullfallega snyrtitösku í jólaútgáfu, en taskan er í fölbleikum lit og kemur aðeins í takmörkuðu upplagi. Töskurnar hafa notið mikilla vinsælda og eru virkilega vandaðar og fallegar.

Maria Nila á Íslandi býður upp á frábæran hárvörupakka sem ætlaður er fyrir litað hár, en hentar annars öllum hárgerðum. Vörurnar eru „cruelty-free“, vegan, parabenfríar og lausar við óæskileg aukaefni. Þær lykta dásamlega og hafa verið mjög vinsælar síðan þær komu fyrst á markað. Þess má geta að tveir heppnir fá þessar hárvörur í hendurnar!

Vinningshafar verða tilkynntir hér fyrir neðan og á Facebook síðu okkar.

Vinningshafar 

13. desember – Bergfríður Þóra Óttarsdóttir

14. desember – Henný María Frímannsdóttir

15. desember – Selma Waagfjörð

16. desember – Karen Hrönn Vatnsdal

17. desember – Rakel Matthíasdóttir

18. desember – Ágústa Íris Helgadóttir

19. desember – Hulda Kolbeinsdóttir

20. desember – Íris Grétarsdóttir

21. desember – Sesselja Gunnarsdóttir

22. desember – Iðunn Kara Valdimarsdóttir og Ragnheiður Björk Harðardóttir (2 vinningar)

23. desember – Kristín Þórmundsdóttir

24. desember – Anna Margrét Gunnlaugsdóttir (aðal vinningur) og Maríanna Bjarnleifsdóttir (aukavinningur)

Nú er ekkert annað að gera en að draga fram tölvuna eða símann og taka þátt þegar myndin kemur inn á Facebook! Gangi ykkur vel kæru lesendur og við vonum að jólin ykkar verði sem allra best.

Uppfært 27. desember: Við þökkum ykkur kærlega fyrir þátttökuna og óskum vinningshöfum til hamingju :)

gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is