Stjörnumerktar vörur fékk greinarhöfundur að gjöf en aðrar keypti hún sjálf.

17 dagar eru til jóla og nóvember liðinn. Mánuðurinn einkenndist af miklum lærdómi hjá mér og fór húðin mín í ójafnvægi og varð mjög þurr eins og gengur og gerist þegar kólnar úti.

Þar sem nóvember er búinn og þá tekur við að skoða hvaða vörur og hluti ég notaði mikið þennan mánuð. Í þessum flokki er hitt og þetta sem vekur áhuga minn – sem gerir þetta skemmtilegra.

Í nóvember voru 7 hlutir & vörur sem ég mæli með.

novklarad

1. Moroccanoil Moisture Repair Sjampó & hárnæring  2. Iphone 7 plus 3. Glamglow Youthmud andlitsmaski 4. Naked Basic augnskugga palletta 5. Loreal Telescopic maskari 6. Origins Drink up andlitsmaski 7. Wilkinson rakvél

Moroccanoil Moisture Repair sjampó & hárnæring* – Síðast þegar ég litaði á mér hárið setti ég ljósari lit í endana. Með tímanum varð það mjög þurrt svo ég þurfti að hugsa extra vel um það. Í nóvember fór ég að nota sjampó sem er fyrir veikburða og efnameðhöndlað hár og mikið þurfti hárið mitt á þessu að halda. Ég fann strax mikinn mun þar sem hárið endurheimti styrkleika sinn á ný og varð mjúkt aftur. Ég mæli mjög með þessu sjampói fyrir þurrt hár. Moroccanoil hárvörurnar fást á helstu hárgreiðslustofum.

iPhone 7 plus – Þeir sem þekkja mig vel vita að ég elska Apple vörur. Þegar það kemur nýr iPhone út að þá uppfæri ég. Ég ákvað að fá mér iPhone 7 plus þar sem myndavélin á honum er enn betri en á iPhone 7. Myndavélin á honum er með tvær linsur. Ég elska að nota símann minn til að taka myndir og hef ég notast mikið við portrait mode sem býður upp á ótrúlega möguleika þegar síminn notar linsurnar tvær saman. Þá kemur mjög flott mynd þar sem önnur linsan er víðlinsa og hin er aðdráttarlinsa. Eina sem ég hafði áhyggjur var að mér þætti síminn kannski of stór en það hefur ekkert truflað mig! Svo er það besta að hann er rakavarinn og batteríið dugar mjög lengi. Mæli mikið með þessum síma!

Glamglow Youthmud Tinglexfoliate Treatment andlitsmaski* – Ég var það heppin að vera boðið á kynningu þegar Glamglow var að koma til landsins. Ég hafði aldrei prófað maskana þeirra áður og var því mikið spennt, enda búin að heyra svo góða hluti um vörurnar þeirra. Ég fékk að gjöf Youthmud kísil maskann sem á að gefa húðinni yngra útlit, drekka í sig óhreinindi án þess að þurrka upp húðina. Ég prófaði þennan maska nokkrum sinnum í mánuðinum og er hann strax kominn í uppháhald. Mjög kraftmikill maski þar sem ég fann virknina strax. Það stendur á umbúðunum að hann gefur sviðatilfinningu og það er satt, mér sveið í húðina fyrstu 2 mínúturnar en svo lagaðist það. Húðin varð silkimjúk eftir maskann og ekkert þurr.

Urban Decay Naked Basic augnskuggapalletta* – Ég er alltaf meira og meira farin að nota augnskugga hversdagslega. Ég eignaðist þessa pallettu um daginn og fór hún strax í uppáhald. Það kom mér ekki á óvart þar sem ég á Naked 2 og Naked 3 augsnkuggapalletturnar sem ég hef notað mikið í gegnum árin. Naked Basic pallettan er svo hentug þar sem hún er bara með matta augnskugga í brúntónum sem er frábært fyrir hversdagsförðun.

L’Oréal Telescopic maskari – Eins og ég nefndi um daginn að þá kláraðist uppáhalds maskarinn minn um daginn svo ég fór að leita mér að nýjum. María pistlahöfundur á Pigment og vinkona mín mælti með L’Oréal Telescopic maskaranum. Í sannleika sagt efaðist ég smá þegar hún var að sýna mér hann, þar sem hann er með gúmmíhárum og ég hef vanalega ekki verið hrifin af þannig. En ég keypti mér og prófaði. Hann er ótrúlega góður og hann gat lengt augnhárin mín mikið. Hann nær að greiða vel úr þeim og klessir hárin ekkert saman. Hann er líka svo ódýr að það er ennþá betra! Þessi er kominn til að vera hjá mér í snyrtibuddunni.

Origins Drink Up andlitsmaski – Ég á hund og fylgir því mikil útivera. Ég labba með hundinn minn alla daga og í hvaða veðri sem er. Þannig á veturna þegar það kólnar að þá verður húðin mín extra viðkvæm og fæ ég stundum þurrkubletti eða húðin verður mjög þurr. Ég ákvað því að fyrirbyggja það og hugsa vel um hana og keypti mér Origins Drink up andlitsmaskann sem hefur verið mjög umtalaður. Ég er mjög ánægð með þennan andlitsmaska, því hún gefur húðinni minni það sem hún vill og það er mikill raki! Ég set maskann reglulega á mig þegar ég fer að sofa og smýgur maskinn hratt inn í hana. Svo daginn eftir er húðin svo mjúk og fín. Mæli mjög mikið með þessum maska fyrir þurra húð. Ætla alltaf að eiga eina svona túpu framvegis.

Hydro Silk Wilkinson rakvél – Ég hef ekkert lagt það í vana minn að spá í rakvélum. Heldur kaupi ég einhverjar út í búð og læt þær duga í einhvern tíma. En um daginn þegar ég var að bíða eftir afgreiðslu í apóteki að þá rakst ég á þessa skemmtilegu rakvél. Það sem vakti áhuga minn var að hún er með tvöfalda virkni bæði með venjulegt rakvélablað og með hársnyrti. Á rakvélablaðinu er serum kremrönd sem á að mýkja húðina. Ég mæli með þessari rakvél, ég fékk mína í Lyf & Heilsu.

Njótið jólaundirbúningsins og aðventunnar!

Endilega fylgist með mér á Instagram: gudbjorglilja & einnig á SnapChat undir nafninu gudbjorgliljag

gudbjorglilja

Við erum á Facebook, getið líkað við síðuna okkar HÉR
Einnig erum við líka á Snapchat undir nafninu Pigment.is

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.