Varan í færslunni var gjöf frá MAC á Íslandi

Ég fékk varalit um daginn frá MAC úr nýrri limited edition línu sem heitir Liptensity Lipstick.

Liturinn sem ég fékk ber nafnið Lobster; appelsínu, feskju, rauður ef ég á að lýsa honum rétti. Bjartur og fallegur tónn með kremaðri áferð.

14886206_10157831164065372_876941539_n

Alla varaliti prófa ég fyrst í vinnuni. Þar get ég fylgjst með hvernig þeir endast og þar með lagað mig til ef þess þarf. Mér finnst það mjög sniðugt, því það er hálf glatað að fara út að borða eða út á lífið og endar bara með dass af varalit hér og þar. Ég vil vita hvernig þeir haldast á mér, svo að niðurstaðan mín var að prufa alla varaliti í vinnunni fyrst.

Það er mjög þægilegt að bera þennan varalit á varirnar, áferðin er mjúk og kremuð. Hann er frekar litsterkur til að byrja með en eftir 3-4 tíma var hann ennþá á sinum stað en glansinn mun minni sem mér finnst ekkert verra. Svo er algert plús að varirnar verða ekki þurrar.

Mér fannst ég ekki þurfa varalitablýant með honum þar sem mér fannst mjög auðvelt að setja hann á mig, kannski þar sem hann er frekar flatur að ofan. En auðvitað er alltaf fallegra að móta varirnar með blýant, eða það finnst mér.

mac-liptensity-lipstick-color-wheel

Sagan á bakvið þessa varaliti er samstarf við konu að nafni Maureen Seaberg, en hún er greind með tetrachromat. Tetrachromat er einstök greining sem leyfir fólki sem er með hana að sjá 100 milljón fleiri litablæi í kringum sig heldur en það sem við köllum venjulega sjón. En Maureen vissi ekki af þessari erfðalegu stökkbreytingu fyrr en fyrir þrem árum síðan þegar hún var að horfa á heimildarmynd greininguna.

mac_liptensitygroup008

MAC og Maureen byrjuðu að vinna saman að þessari frábæru varalínu þar sem þau vinna með mismunandi tóna og litablæbrigði.
Ný litaformula er notuð í þessa línu sem inniheldur 24 fallega liti. Ég mæli með að þið gerið ykkur ferð í verslanir MAC og kíkið á úrvalið.

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa