Stjörnumerktar vörur fékk greinarhöfundur að gjöf en aðrar keypti hann sjálfur

Þá er komið að þessu. Október er búinn og þá tekur við að skoða hvaða vörur og hluti ég ofnotaði þennan mánuð. Í þessum flokki er hitt og þetta sem vekur áhuga minn – sem gerir þetta skemmtilegra.

Í október voru 10 hlutir & vörur sem ég mæli með.

oktober

1. HM Home Sequin púðaver  2. Anastasia Beverly Hills Dipbrow hér 3. Too Faced – Chocolate augnskugga palletta hér 4. Murad Daily hreinsifroða* hér 5. Sigma F80 Flat Kabuki hér 6. Milani kinnalitur Luminoso hér 7. YSL Coture Contouring Palette* 8. HH Simonsen Wet brush 9. Faux loðfelldur úr Zara hér 10. Marmararúmföt frá Rúmfatalagernum

HM Home Sequin púðaver – Þegar ég var í Boston fyrir tveimur árum keypti ég ótrúlega fallegt rósagyllt púðaver Í HM Home. Ég týndi því í flutningum sama ár. En í tiltekt núna um daginn að þá fann ég það! Ég var alveg búin að gleyma því að ég hafði keypt það. Það er svo gaman að eignast aftur hluti og ég geri ekkert annað en að dást að því í sófanum hjá mér. Langar strax í annan lit, það væri mjög flott að eiga silfur líka.

Anastasia Dipbrow Pomade – Þessa vöru þarf ég varla að kynna, hún er svo þekkt. Ég keypti mér Dipbrow í vor. Einhverja hluta vegna notaði ég það sjaldan og greip meira í Brow Definer frá Anastasia. En um daginn ákvað ég að nota það aftur og þá urðu þær fullkomnar. Í dag er ég farin að móta þær með Brow Definer og fylla svo inn í þær með Dipbrow. Ég tek litinn Dark Brown í báðu.

The Chocolate augnskugga palletta – Ég keypti mér þessa augnskugga pallettu í Sephora í sumar. Var búin að heyra svo góða hluti um hana. Ég var ekki svikin, ég hreinlega elska hana. Augnskuggarnir eru allir mjög góðir og pigmentaðir. Ég get notað hana daglega og líka þegar ég fer eitthvað fínt. Hún lyktar líka eins og súkkulaði, ekki hægt að toppa það!

Murad hreinsfroða* – kemur ekki á óvart að Murad hreinsifroðan sé í uppáhaldi þennan mánuðinn hjá mér. Ég skrifaði færslu um hana, þið getið lesið nánar um það hér. Mæli svo mikið með henni þar sem hún er tvívirk sem sagt bæði hreinsir og andlitsvatn.

Sigma F80 Flat Kabuki – Keypti mér nokkra Sigma bursta í ár. Er lang ánægðust með F80 sem er andlitsbursti. Ég nota hann til að setja farða á. Burstinn er svo mjúkur og góður, fæ bara ekki leið á honum.

Milani Luminoso kinnalitur – Það er langt síðan ég keypti mér þennan kinnalit. Ég notaði hann óspart fyrst en svo eignaðist ég aðra og setti hann til hliðar. Núna um daginn tók ég hann í notkun aftur og er alltaf jafn ánægð með hann. Hann gefur svo flotta áferð og ferskt yfirbragð.

YSL skyggingar palletta* – Ég eignaðist þessa um daginn og varð strax rosalega ánægð, hún er mjög fín fyrir byrjanda eins og mig sem vill skyggja andlitið. Gunnhildur skrifaði færslu um hana sjá nánar hér.

HH Simonsen Wet Brush – Þessi bursti er sá eini sem nær að greiða í gegnum hárið á mér þegar það er blautt. Stundum getur hárið mitt flækst og þá er gott að eiga svona bursta sem slítur ekki hárið. Á burstanum eru mjúk plast hár.

Loðfeldur úr Zara – Ég keypti mér gervi loðfeld hjá Zara fyrir nokkrum vikum. Ég elska hann, hann er svo stór og góður. Ég er búin að nota hann mikið núna þegar fór að kólna. Hann gerir líka öll dress extra fín.

Marmararúmföt frá Rúmfatalagernum – Ég rakst á þetta sængurver eftir umfjöllun um það á Snapchat. Það kostaði 1495 kr, sem er gjöf en ekki gjald. Rúmfötin eru mjög þægileg og mjúk.

Endilega fylgist með mér á Instagram: gudbjorglilja & einnig á SnapChat undir nafninu gudbjorgliljag

gudbjorglilja

Við erum á Facebook, getið líkað við síðuna okkar HÉR
Einnig erum við líka á Snapchat undir nafninu Pigment.is

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.