Hér er smá umfjöllun um þær vörur sem eru í miklu uppáhaldi þessa dagana.

Þær vörur sem eru stjörnumerktar voru fengnar að gjöf.

14914655_10210909525796953_1513590045_n

1. MAC VAMPLIFY VARAGLOSS*
Ef það er eitthvað sem fylgir árstíðum hjá mér þá er það liturinn á vörunum.
Ég nota yfirleitt ljósa og bjarta liti á vorin og sumrin, brún- og fjólutóna á veturnar og rauðleita í kringum hátíðarnar.
Ég fékk varagloss úr Vamplify línunni frá MAC í litnum Absolute Score að gjöf um daginn.
Hann mjög dökk brúnn, eiginlega svarbrúnn, en ótrúlega flottur. Formúlan er mjög mjúk og þekjandi.
Maður fær smá vampíru look eins og nafnið á línunni gefur til kynna.

2. FIT ME MATTE+PORELESS FARÐINN FRÁ MAYBELLINE
Ég er með frekar blandaða húð, fæ bæði þurrkubletti af og til en glansa líka á t-svæðinu ef ég nota of feita farða svo ég var mjög spennt að prufa þessa týpu af Fit Me farðanum frá Maybelline.
Maður getur ráðið þekjunni (auðvelt að byggja hann upp), það er auðvelt að dreifa úr honum og það sem skipti mig mestu máli er að hann helst vel á í gegnum daginn og andlitið helst alveg matt.
Ég tók hann í lit nr.220 og kostar túpan um 2.000 krónur í Hagkaup.

3. MINE TAN BRÚNKUKREM*
Það er nauðsynlegt að eiga gott brúnkukrem á veturnar.
Mér finnst ég alltaf frísklegri þegar ég er með smá lit og ber því á mig brúnkukrem yfirleitt 1x í viku yfir vetrartímann.
Ég er búin að vera að nota Mine Tan brúnkukremið í litnum Violet og finnst það fullkominn litur fyrir veturinn, ekki of dökkur eða gervileg brúnka.
Fæst hjá tan.is og í verslun þeirra í Holtagörðum.

4. NYX HIGHLIGHT&CONTOUR PALETTE
Ég er búin að nota þessa skyggingar og highlight palletu núna í hvert skipti sem ég mála mig. Það eru ljósir litir til að birta undir augunum og á þeim svæðum sem þú vilt draga fram, dökkir litir til að skyggja andlitið (bæði heitir og kaldir tónar) og svo mjög fallegir ljóma litir.

5. VOLUME MILLION LASHES – SO COUTURE FRÁ L’ORÉAL
Ég elska maskara sem láta mann líta út fyrir að vera með mörg augnhár, eða s.s. klessa ekki augnhárin saman eins og svo margir maskarar gera.
Eins og nafnið gefur til kynna (million lashes) gerir þessi maskari nákvæmlega það, en á sama tíma virka augnhárin líka lengri og þykkari.
Svo finnst mér alltaf plús þegar það er auðvelt að taka maskarann af eftir daginn.

vera

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is 

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.