Varan í færslunni var gjöf frá MAC á Íslandi

Mér finnst vel mótaðar augabrúnir skipta hvað mestu máli þegar ég farða mig; án augabrúnanna er ég alveg sviplaus. Mínar augabrúnir eru mjög ljósar og hárin vaxa alveg sitt á hvað svo mér finnst nauðsynlegt að fylla aðeins inn í þær.
Ég kynntist á dögunum Brow Sculpt Pencil sem er í nýrri augabrúnalínu hjá MAC og er hann strax kominn í mikið uppáhald.

screen-shot-2016-10-11-at-12-40-57

14646827_10154647352173675_897792545_o

Blýanturinn er mjög þægilegur í notkun og er auðvelt er að stjórna hversu mikið á að fylla inn í brúnirnar. Blýanturinn sjálfur hefur bæði flatan og oddmjóan enda en mér finnst best að nota oddmjóa hlutann til að móta þær en flata endan til að fylla inn í brúnirnar. Á hinum enda blýantsins er svo greiða. Blýanturinn kemur í nokkrum litum en minn er í litnum Fling sem er ljósbrúnn litur og hentar vel fyrir ljóshærða.

14672903_10154647352403675_1870648088_oÉg mæli svo með að nota Brow Set augabrúnagelið frá MAC í lokin svo augabrúnirnar haldist vel greiddar og fínar.

maría

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!