Færslan er unnin í samstarfi við Snyrtistofuna Morgunfrú og Murad á Íslandi. Meðferðin og vörur voru fengnar að gjöf en hefur þó engin áhrif á skoðanir höfundar.

Nýlega fór ég í ávaxtasýrumeðferð á Snyrtistofuna Morgunfrú, sem vill svo heppilega til að vinna með Murad snyrtivörur í húðmeðferðum. Murad húðvörurnar hef ég lengi viljað prófað enda eru þær mikið áberandi erlendis og margir af mínum uppáhalds förðunarfræðingum sem halda uppi rás á Youtube mæla með þeim.

murad

Dr. Murad er hugsuðurinn á bakvið húðmeðferðarvörurnar, en hann byrjaði að þróa þær fyrir 25 árum síðan. Hann var fyrstur til að vinna með ávaxtasýrur í húðmeðferð en hann er bæði menntaður húðlæknir og lyfjafræðingur. Svo hann vissi alveg hvað hann var að gera og blandaði sérstaklega húðvörur fyrir einstaklinga með ólíkar húðgerðir. Vörurnar eru öflugar og hafa sýnt mikinn árangur enda eru þær þekktar fyrir þá sem vilja koma húðinni í gott lag og vinna á ákveðnum vandamálum hennar. Helsta uppistöðuefnið í vörunum eru Glýkó ávaxtasýrur.

Ég er ein af þeim sem hafa verið með húðvandamál í gegnum árin og fékk oft bólur og stíflaða húð þegar ég var yngri. En eftir húðlyfjameðferð og mikla vinnu við að halda húðinni hreinni og fínni að þá fór þeim fækkandi og hurfu alveg á endanum. En húðin mín er frekar opin að þá eru svitaholur áberandi og fílapenslar myndast auðveldlega. Þannig ég vildi vinna með húðina mína fá hana aftur gott jafnvægi og fór því í andlitsmeðferð á Snyrtistofu Morgunfrú.

img_0008

Erla eigandi stofunnar tók vel á móti mér og bauð mér fyrst upp á andlitshreinsun þar sem húðin mín var með föst óhreinindi í sér. Hún taldi að það væri fyrir bestu og koma svo aftur eftir viku í ávaxtasýrumeðferðina svo að virknin yrði sem best fyrir mig, sem ég gerði. Viku eftir andlitshreinsunina var húðin mín ekki lengur viðkvæm að þá var kominn tími á ávaxtasýrumeðferðina. Ég var pökkuð inn í teppi, sett róleg tónlist á og dekrað við mig. Fyrst var húðin mín yfirborðshreinsuð og djúphreinsuð. Því næst voru sýrurnar bornar á og þá fann ég hvað þessi meðferð var mjög öflug þar sem mér sveið mikið. En eftir smá tíma að þá fór húðin að róast og sviðinn minnkaði. Virku innihaldsefnin eru AHA og BHA sýrur sem vinnur á skemmdum í húð eins og bólum, örum, opnum húðholum, litarbreytingum og ójafnvægi húðar eins og húðþurrk. Eftir nokkrar mínútur voru sýrurnar teknar af og maski borinn á til að róa húðina. Ljósin voru slökkt og passað upp á að stund mín þarna yrði sem notalegust á meðan maskinn fékk að virka.

Eftir meðferðina að þá á húðin að vera komin aftur í jafnvægi og verða heilbrigð á nýjan leik. Ég er ekki frá því að ég sá mun strax á húðinni minni, hún var ekki lengur dauf og grá heldur var hún komin aftur með ljóma.Til að árangur sé sem bestur að þá er mælt með fjórum skiptum og heimameðferð samhliða.

saman

Ég fékk því tvær vörur til að taka með mér heim eftir meðferðina; hreinsifroðu og rakakrem. Vörurnar eru úr línunni Pore Reform sem er fyrir unga húð og normal blandaða, húð sem glansar á T-svæðinu og með stíflaðar svitaholur.

hreinsir

Daily Cleansing Foam er hreinsifroða sem er tvívirk þar sem hún er bæði hreinsir og andlitsvatn. Þessi froða er strax komin í uppáhald hjá mér, hún er algjört æði! Það er svo þægilegt að bera hana á sig og því hún tekur strax allan farða af (nema augnfarða). Hún endist líka vel og er mjög hentug fyrir þá sem vilja forðast óþarfa vesen við að hreinsa húðina. Ég rétt bleyti andlitið og ber svo froðuna á.

Það þarf ekki heila pumpu, svo ég sé strax að þessi froða mun endast lengi sem gleður mig, því ég er hrædd um að ég get ekki verið án hennar á næstunni. Froðan er með virkum ávaxtasýrum í og á að þétta svitaholur og gefa húðinni orku um leið. Einnig á hún að draga úr olíumyndun húðarinnar án þess að hún verði þurr. Sem er kostur því það er oft sem ég verð þurr eftir að hafa hreinsað andlitið.

krem

Balancing Moisturizer er létt rakakrem sem dregur úr olíumyndun húðarinnar og gefur henni um leið góðan raka. Það er sama og með hreinsifroðuna en kremið er komið í uppáhald strax. í gegnum árin hef ég verið lengi að finna gott rakakrem því ég er með blandaða húð sem getur líka verið mjög þurr, þá sérstaklega á veturnar. Það sem ég elska við rakakremið er hvað það þarf lítið af vörunni til að bera á andlitið. Húðin verður silkumjúk við að nota kremið.

Eftir að hafa farið í meðferðina og notað þessar tvær vörur með heima, að þá sé ég mjög mikinn mun á húðinni minni. Hún er ekki lengur eins þurr, olíumyndun er minni og hún er komin aftur í jafnvægi. En eins og Erla mælti með að þá er gott að fara í allt að fjögur skipti til að ná sem bestum árangri að þá ætla ég aftur til hennar seinna í vetur – alveg klárlega. Ég mæli með þessari meðferð fyrir þá sem vilja vinna með vandamál húðar, allt frá bólum yfir í öldrun. Murad er með línur fyrir flestar húðgerðir og vandamál.

screen-shot-2016-10-14-at-17-15-41Endilega fylgist með mér á Instagram: gudbjorglilja & einnig á SnapChat undir nafninu gudbjorgliljag

gudbjorglilja

Við erum á Facebook, getið líkað við síðuna okkar HÉR
Einnig erum við líka á Snapchat undir nafninu Pigment.is

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.