Nú eru ár og aldir síðan ég fór síðast í ljós og hef eingöngu verið að nota brúnkukrem, þá helst þegar ég er að fara eitthvað og er búin að prófa ýmsar tegundir.
Á dögunum fékk ég ótrúlega flottan pakka frá Tan.is sem eru með Minetan brúnkukremin, Detox te og fleira.

10001278_1215422161820793_1818125243331299269_nÉg fékk tvo liti, Moroccan og Violet.
Moroccan gefur fallegan og dökkan brons lit en Violet hentar sérstaklega vel þeim sem eru með ljósa húð.
Ég bar á mig eina umferð af Moroccan litnum fyrir svefninn og tók svo mynd daginn eftir þegar ég var búin að skola mig í sturtunni eins og segir á leiðbeiningunum, í 45 sek. með volgu vatni.

14182560_10210302750787957_1583707917_n

14137756_10210302750747956_129253879_nÉg notaði brúnkuhanskann frá þeim og mæli eindregið með að kaupa hann líka. Hann er ótrúlega mjúkur, skilur ekki eftir rákir og það fer ekki í gegnum hann svo maður fær ekki brúna lófa!

Ef þú ert í vafa um hvaða lit þú átt að taka þá mæli ég með að taka prófið á síðunni þeirra HÉR!

1918601_1217401718289504_2717343293070782377_n

Þau hjá tan.is eru svo að fara að byrja með brúnkusprautun í verslun sinni í Holtagörðum, þar sem Minetan litirnir verða notaðir, á ótrúlega góðu verði og ætla þau til dæmis að bjóða upp á sérstakan brúðarlit.

vera

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Vera Rúnars

Vera Rúnars er 23 ára flugfreyja hjá Icelandair, förðunarfræðingur og á eins árs stelpu sem heitir Indía Nótt. Hún er mikil áhugamanneskja um hönnun, förðun og fallega hluti.