Á dögunum fékk ég að gjöf gullfallegar vörur úr smiðju Yves Saint Laurent, en að mínu mati hefur merkið toppað sig með haustlínu sinni sem kom nýlega í búðir.

unnamed-17

Línan inniheldur dásamlega matta varaliti í frekar dökkum haustlitum sem ættu að geta birt yfir skapinu hjá öllum þegar það tekur að dimma. Einnig eru til staðar augnskuggapallettur sem eru bæði gullfallegar og hafa gott notagildi, en hægt er að velja um pallettu með ljósari, náttúrulegum brúngylltum og plómulitum eða dekkri pallettu sem hentar vel í partýin í haust og vetur. Það  sem kom mér mest að óvart við palletturnar er hvað þær eru ótrúlega vel pigmentaðar og litirnir koma mjög vel út á augnlokinu.

unnamed-15

Það sem er svo í sérstöku uppáhaldi hjá mér er contour pallettan sem inniheldur einn dökkan og einn ljósan lit, en hún er sérhönnuð til að hjálpa manni að skyggja andlitið á einfaldan hátt. Einnig er kinna- og varalitur í línunni sem nefnist Kiss&Blush, en hann gefur léttan lit og silkimjúka áferð.

unnamed-16

Þar að auki inniheldur línan eyeliner, varaglossa, naglalökk og þekjandi, sanseraða augnskugga í túbu sem mig langar ótrúlega til að prófa! Ég gerði smá lúkk fyrir ykkur svo að þið gætuð séð hvernig vörurnar koma út. Á myndunum er ég með Kiss&Blush litinn í Coral Pink, The Mats varalit í Decadent Pink, Eye Coture Contouring Palette í Rosy Glow og Coture Contouring Palette í Rosy Contouring.

image

image

Flestir hlutirnir í línunni eru í takmörkuðu upplagi, svo ég hvet ykkur til að gera ykkur ferð í þær verslanir Hagkaups og apótekin sem selja YSL og næla ykkur í það sem ykkur langar í.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is