Færslan er ekki kostuð 

Þá eru Tax Free dagar gengnir í garð í verslunum Hagkaups og hægt að gera ótrúlega góð kaup á snyrtivörum. Ég fór í gær og keypti mér nokkrar nauðsynjar, en þar sem að ég er á leið til London 22. september og ég er að spara voru það frekar óspennandi kaup sem innihéldu vaxstrimla og tannbursta. Tannburstinn var nú samt bleikur sem gladdi mitt litla hjarta. Mig langar samt að gefa ykkur lista af nokkrum af uppáhaldsvörunum mínum í gegnum tíðina sem vill svo vel til að eru seldar í Hagkaup.

tax-free

  1. Clarasonic Mia 2 – Ég eignaðist nýverið þennan bursta og ég verð að segja að ég furða sjálfa mig á því að hafa ekki fengið mér hann fyrr. Hann hreinsar fullkomlega allar leifar óhreininda upp úr húðinni og veitir létta djúphreinsun um leið. Hægt er að nota nánast alla hreinsa með honum.
  2. YSL Couture Contouring Palette – Skyggingarpalletta sem er einföld í notkun og hentar öllum. Veitir líka mátulega mikinn lit svo að óvanir ættu að eiga mjög auðvelt með að nota hana. Hægt er að nota dekkri litinn í skyggingar og ljósa litinn á móti á til dæmis kinnbein, nef og undir augu.
  3. YSL Mon Paris – Þetta ilmvatn er eitt það besta sem ég hef prófað. Ég hef sagt þetta um mörg ilmvötn en síðan ég fékk þetta þá hef ég ekki snert neitt annað. Það er frekar þungt en þegar það er komið á mig finn ég ekki fyrir því. Ég mun skrifa aðra færslu von bráðar til að fræða ykkur um þessa dásemd!
  4. Smashbox Full Exposure Palette – Ein af uppáhalds augnskuggapallettunum mínum. Fallegir, pigmentaðir litir og gott úrval bæði af möttum og sanseruðum litum. Nota þessa mikið bæði á sjálfa mig og aðra.
  5. Real Techniques Ultimate Base Set – Þetta sett kom nýverið á markað og ég get ekki beðið eftir að fá mér það, en ég hugsa að ég kaupi það þegar ég fer til London. Það er gert fyrir fullkominn grunn, en inniheldur farða/púðurbursta, hyljarabursta og farðasvamp til að blanda með.
  6. OPI naglalakk/Squeaker of the house – Þessi litur er fullkominn fyrir haustið!
  7. Estée Lauder Genuine Glow Priming Moisture Balm – Frábært krem sem bæði er hægt að nota sem rakakrem og undir farða. Veitir mjög góðan raka og ljóma og er virkilega góður primer.
  8. Bobbi Brown Nourishing Lip Color – Ég eignaðist þennan varalit í vor og hef sjaldan átt varalit sem nærir varirnar jafn vel. Ég á litinn Rosebud sem fyrir mér er hinn fullkomni haustlitur; rauður berjalitur en ótrúlega léttur og góður.
  9. Smashbox Primer Oil – Ég er mjög vandfýsin á primera og kýs oftast að nota frekar vörur  og krem sem gefa góðan raka frekar en eitthvað sem fyllir beint upp í línur og holur. Ég nota það þó í sérstökum tilfellum. En þessi primer olía frá Smashbox er eitthvað sem ég lifi varla án í dag. Þegar ég set hana undir farða virðist öll áferð ferða fallegri og svo blanda ég henni líka oft saman við farða fyrir léttari/ljómandi áferð og set hana einnig í bursta áður en ég ber farðann á.
  10. Biotherm Total Renew Oil – Hreinsiolía sem breytist í froðu þegar maður nuddar henni á andlitið með vatni. Hreinsar í burt farða og óhreinindi. Ég kýs að nota hana sem annað skref í andlitshreinsun á kvöldin með Clarasonic burstanum mínum (eftir að ég hreinsa allan farða af). Skemmtilegt er að nefna að umbúðirnar eru líka orðnar mun umhverfisvænni hjá Biotherm um þessar mundir!

Vonandi gagnast þessi listi ykkur í leitinni að fallegum vörum á Tax Free – þið megið endilega versla aðeins fyrir mig líka!

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

 

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is