Færslan er ekki kostuð og er ætluð til innblásturs fyrir fólk sem kýs vegan vörur 

Undanfarna mánuði hef ég fengið talsvert af spurningum sem varða húð- og förðurnarvörur sem eru vegan. Því fékk ég þá hugdettu að setja saman lista fyrir þá sem aðhyllast vegan lífsstíl og eru í vandræðum með vöruúrval, en íslenskur markaður leynir ótrúlega mikið á sér hvað það varðar.

Það getur verið dálítið snúið að finna út hvort vörur eru vegan, cruelty free (ekki prófaðar á dýrum) eða lífrænar þar sem að þó svo að vara sé einn af þessum hlutum þýðir það ekki endilega að hún sé hitt líka. Þó hún sé til dæmis lífræn, þá þarf hún ekki endilega að vera cruelty free og öfugt.

Til þess að útskýra enn betur: Orðið vegan þýðir í raun að manneskja borði hvorki né neyti á nokkurn hátt vara sem eru þróaðar úr dýraafurðum. Snyrtivörur sem eru náttúrulegar og vottaðar lífrænar gætu því innihaldið til dæmis býflugnavax og eru því ekki dýraafurðalausar og þar af leiðandi ekki vegan.

Ég vona að þessi listi gagnist ykkur sem eigið erfitt með að finna vegan vörur á Íslandi, en ég setti þær á listann sem ég hef prófað sjálf og hef reynslu af því að standist mínar væntingar. Allar vörurulínurnar á listanum ættu að vera 100% Vegan, en ég stjörnumerkti þau merki sem þarf að spyrjast fyrir um stakar vörur sem gætu innihaldið annaðhvort býflugnavax eða hunang. Ég mæli með því að þið spyrjið starfsfólk verslana ef þið eruð í vafa. UntitledSKYN ICELAND – Fæst hjá Nola

Cailyn Cosmetics – Fæst hjá Alena

ILIA – Fæst hjá Nola

HERBIVORE Botanicals – Fæst hjá Nola

Karuna – Fæst hjá Nola *

MAKE UP STORE – Fæst hjá Make Up Store *

Eco by Sonya – Fæst hjá Maí

Anastasia Beverly Hills – Fæst hjá Nola *

TheBalm – Fæst hjá Lineup.is *

MILANI – Fæst hjá Shine.is og Haustfjörð *

Lily Lolo – Fæst hjá Maí

Það eru eflaust fleiri fyrirtæki á landinu sem selja vegan snyrtivörur, en þetta eru að minnsta kosti þær sem ég hef sjálf prófað og hef góða reynslu af. Ég mæli með því að kíkja á heimasíður söluaðilanna og merkjanna fyrir frekari upplýsingar!

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is