Stjörnumerktar vörur í færslunni voru fengnar að gjöf – aðrar keypti greinahöfundur sjálf 

Ég held að það sé alveg kominn tími á júlí færslu á blogginu – finnst ykkur ekki? Ég elska alltaf jafn mikið að gera lista fyrir ykkur um hvað er í uppáhaldi hjá mér á undanförnum vikum og vona að það veiti ykkur innblástur fyrir hvað skal skoða í næstu ferð í snyrivöruverslanir eða erlendis.

Hér er listinn yfir uppáhalds vörurnar mínar í mánuðinum sem var að líða – en eins og vanalega þurfti ég að þrengja valið talsvert svo að á listanum væru ekki um 30 vörur!

Untitled

  1. Origins Out Of Trouble maski – Þessi er búinn að bjarga húðinni á mér í sumar þegar óvelkomnar vinkonur hafa kíkt í heimsókn, en ég fæ gjarnan bólur ef það er mjög heitt í veðri og ég borða kannski óhollt líka. Þessi maski kemur húðinni strax í jafnvægi og myntulyktin af honum er æði!
  2. Herbivore Botanicals Citrine Body Oil – Ég veit ekki með ykkur, en ég er alltaf að skipta body lotion-um út fyrir líkamsolíur. Einnig vil ég hafa sem minnst af aukaefnum í því sem ég set á húðina á mér, og þessi dásemd er vegan og inniheldur engin skaðleg aukaefni. Húðin verður líka eins og silki af henni. Það besta sem ég veit er að maka olíunni á kroppinn eftir sturtu og skrúbbun og fara upp í rúm.
  3. Chloe Love Story ilmvatn* – Yndislegt ilmvatn sem varð loksins mitt á dögunum. Mig er búið að langa lengi í það og er búin að nota það mjög reglulega. Lyktin er ofboðslega fersk og sumarleg.
  4. Chanel Lévres Scintillantes í litnum Beige Star – Ég festi kaup á þessum gloss í fríhöfninni um páskana, en liturinn er æðislegur nude litur og fullkominn til að nota dags daglega ef maður er ekki í stuði fyrir varalit.
  5. Karuna Antioxidant Face Mask – Maskinn sem ég nota þegar ég þarf að endurhlaða húðina mína, en ég hef hann á fyrir svefn í 10-30 mínútur. Karuna sheet maskarnir fara lengra ofan í húðina en hefðbundnir maskar og virka því eins og djúpnæring fyrir hana.
  6. Clinique Lash Power Mascara – Glöggir lesendur hafa séð mig tala mikið um þennan síðan bloggið byrjaði. Hinn fullkomni ferða/rignina/vinnumaskari, en hann haggast ekki nema vera tekinn af með 38° heitu vatni. Lengir og þykkir augnhárin.
  7. Lancome Hydra Zen Masque – Þennan set ég reglulega á mig á kvöldin ef húðina mína vantar smá raka og „pick me up.“ Þetta er rakamaski sem inniheldur serum, en hann veitir nægan raka án þess að stífla húðina eða virka yfirþyrmandi. Það besta er að maður getur sofið með hann.
  8. Make Up Store Strobe í lithium Aspen – Æðislegur fljótandi highlighter sem ég blanda bæði út í farða fyrir meiri „dewy“ áferð, eða set á þá staði sem mig langar í extra ljóma á.

Njótið enda sumarsins vel – en það er svo notarlegt þegar það byrjar að dimma aftur úti og kólna örlítið í lofti.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is