Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf

Ég hef lengi leitað eftir góðum hárvörum sem þrífa hárið vel og um leið mýkja það upp. Þeir sem þekkja mig vita að ég er með þykkt hár og í grófara laginu sem getur verið „frizzy“ beint eftir hárþvott. Ég var því mjög spennt að fá í hendurnar Moroccanoil Smoothing línuna sem vinnur gegn úfnu og frizzy hári. Línan samanstendur af sjampói, hárnæringu, hármaska og smooth blásturskremi.

mc smooth4

Smoothing sjampó er létt formúla sem hentar fyrir allar hárgerðir, sérstaklega hár sem verður úfið og frizzy auðveldlega. Sjampóið inniheldur AminoRenew tækni sem þýðir að keratín uppbygging hársins styrkist með tilkomu sérstaka aminósýra sem endurheimta styrkleika hársins á nýjan leik og gefa því heilbrigðara útlit.

Smoothing hárnæring inniheldur sömu AminoRenew tæknina og sjampóið. Næringin skilar hárinu mjúku, viðráðanlegu. Næringin hentar fyrir allar hárgerðir, þá sérstaklega fyrir úfið og rafmagnað hár.

Smoothing hármaski veitir langvarandi næringu ásamt því að bæta heilsu hársins, mýkir það og gerir hárið viðráðanlegra.

Smoothing lotion er blásturskrem fyrir allar hárgerðir. Blásturskremið skilar hárinu einstaklega mjúku, sléttu, og viðráðanlegu. Einnig hefur formúlan medium hald og sérstaka hæfni til að hemja rafmagnað og úfið hár.

Síðastliðnar vikur hef ég notað vörurnar og er hárið mitt einstaklega mjúkt. Strax eftir hárþvott er hárið mitt ekki nærri því jafn mikið „frizzy“ og það var vanalega með öðrum hárvörum.

mc smooth2

MS smooth 3

Hár rútínan mín þessa dagana 

1. Moroccanoil Smoothing sjampó set ég tvisvar í röð í hárið við þvott. Gott að vita þar sem sjampóið freyðir ekki mikið að þá er gott að setja nóg af vatni í lófann til að þynna það út eða setja sjampóið í hárið þegar það er orðið vel blautt í. Ég sé strax mun á hárinu mínu hvað það helst lengi hreint og er það mjög góður kostur. Ég hef átt sjampó þar sem hárið mitt er orðið fitugt daginn eftir – hárið mitt verður ekki fitugt strax eftir að hafa notað Moroccanoil Smoothing sjampóið.

2. Moroccanoil Smoothing hárnæringu set ég í hárendana á mér einu sinni við þvott. Mér finnst næringin einstaklega mjúk og verður hárið eins og silki þegar hún er í hárinu. Hún ilmar líka svo vel.

3. Einu sinni í viku set ég Moroccanoil Smoothing hármaska í endana á hárinu á mér og leyfi maskanum að liggja í hárinu í 5-8 mínútur. Með þessari meðferð verður hárið enn þá mýkra og viðráðanlegra.

4. Þegar ég vil blása á mér hárið nota ég Smoothing Lotion blásturskremið. Ég set þá tvær pumpur í rakt hárið og blæs það. Í gegnum tíðina hef ég vanið mig við að leyfa hárinu að þorna en ekki blásið það. En eftir að hafa prófað blásturskremið frá Moroccanoil að þá varð hárið mun viðráðanlegra og ekki eins frizzy og úfið eftir blástur. Þannig ég er farin að blása á mér núna mun oftar en ég gerði.

Moroccanoil Smoothing línan hitti beint í mark hjá mér og er hárið mitt silkimjúkt þessa daganna. Moroccanoil hárvörurnar fást á helstu hárgreiðslustofum út um allt land.

guðbjorglilja

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.