Vöruna fékk ég senda sem sýnishorn til prófunar 

Fyrir þá sem ekki vita er Iðunn Box áskriftarleið fyrir þá sem vilja fá óvæntar snyrtivörur sendar heim að dyrum mánaðarlega. Boxið inniheldur bæði vörur í fullri stærð, prufur og lúxusprufur frá mismunandi snyrtivörumerkjum, en að mínu mati eru þau fullkomið trít fyrir sjálfa mig eða gjöf fyrir vinkonu.

unnamed-7

Glöggir lesendur hafa jafnvel rekist á færslu um Iðunn Box sem ég skrifaði fyrr í sumar. Síðan hef ég fengið bæði júní og júlí boxin í hendurnar og þau virðast ætla verða girnilegri með hverjum mánuðinum!

Hér fyrir neðan sjáið þið innihaldið í júlí boxinu.

unnamed-6

Scandaleyes Retro Glam Maskari – Rimmel

Exaggerate augnblýantur – Rimmel

Less is More Elderflower Salt Sprey – Lottak.is

Mario Badescu Facial Sprey – Fotia.is

Baby Lips Balm&Blush – Maybelline

John Masters Organics Lavender & Avocado Intensive Conditioner – Maí

John Masters Organics Evening Primose Shampoo – Maí

Ég mæli með því að þið kíkið inn á heimasíðu Iðunn Box til að kynna ykkur áskriftarleiðirnar!

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is